Taka á upp friðarviðræður á ný Jonas Gahr Støre, Stefan Löfven, Árni Páll Árnason og og Antti Rinne. skrifa 28. júlí 2014 07:00 Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna. Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara. Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring. Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn. Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma. Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki. Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru. Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa. Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka. Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu. Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi. Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, NoregiStefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, SvíþjóðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandiAntti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gasa Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna. Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara. Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring. Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn. Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma. Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki. Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru. Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa. Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka. Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu. Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi. Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, NoregiStefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, SvíþjóðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandiAntti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar