Rífa plásturinn af Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2014 00:01 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudag skoraði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á stjórnvöld að aflétta gjaldeyrishöftum hið snarasta. Fjármagnshöftin væru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Fréttablaðið birti í gær fréttaskýringu um efnahagslega áhættu gjaldeyrishafta. Þar kom meðal annars fram að höftin fældu í miklum mæli burt erlenda fjárfesta, sem vildu ekki festast innan þeirra. Vitað er af ófrávíkjanlegum kröfum fjárfesta þess efnis að fyrirtæki séu flutt inn á svæði þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af reglubreytingum stjórnvalda heldur séu þau staðsett í umhverfi sem hægt sé að treysta á. Íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar þurfa því í auknum mæli að færa alla sína starfsemi, eða hluta hennar, til útlanda með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Nærtækasta dæmið er nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions , sem tilkynnti nýlega að það þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi vegna viðræðna um erlenda fjárfestingu. Það er langt í frá eina dæmi þess að tilvist gjaldeyrishaftanna hafi komið í veg fyrir fjármögnun á fyrirtæki af því að það er staðsett hérlendis. Íslensk fyrirtæki sem eru í samkeppni við erlenda aðila geta ekki boðið alþjóðlegum fjárfestum upp á nægilega öruggt umhverfi þannig að áhættan sé réttlætanleg. Í krafti stærðar fá stórfyrirtæki á borð við Marel, Össur og CCP undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Minni fyrirtæki til dæmis í nýsköpun fá ekki sömu tækifæri enda ljóst að lögin væru nánast marklaus ef allir fengju undanþágu. Þetta hefur í för með sér gífurlega mismunun þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi. Annars vegar fámennur hópur sem nýtur velvildar Seðlabankans en hins vegar meginþorri fyrirtækja sem þurfa að þjást í höftum. Í grein sinni bendir Þorsteinn á að aðstæður til að ráðast í afnám gjaldeyrishaftanna séu nú eins hagstæðar og kostur er á en ekki sé sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta nú sé mun minni en hættan sem fylgi áframhaldi þeirra. Vandamálið við höftin er að óþægindin við að afnema þau koma fram mjög hratt, eins og þegar plástur er rifinn af en eins og þegar sýking í sári fær að malla óáreitt kemur kostnaðurinn við að hafa höftin hins vegar fram mjög hægt. Það er því freistandi og hugguleg staða fyrir stjórnvöld að leyfa skaðanum að gerast hægt í stað þess að taka á sig óþægindin strax, með tilheyrandi tímabundinni óánægju frá almenningi. Sá hængur er á áskorun Samtaka atvinnulífsins að í henni er ekki tekið tillit til þess að fáir virðast hallast að því að krónan verði aftur frjáls gjaldmiðill þótt höftum verði aflétt. Fyrirsjáanlegt ástand eftir afnám gjaldeyrishaftanna er haftaástand í breyttri mynd. Bæði seðlabankastjóri og sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa rætt um að þegar höftum sleppi þurfi að koma til „þjóðhagsvarúðarreglur“ eða „hraðahindranir“ á vegi útflæðis gjaldeyris úr landinu. Það er ljóst að íslenska krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum og um leið ónothæf fyrir íslenskt atvinnulíf. Þannig má telja að hér verði gjaldeyrishöft í einhverri mynd þar til tekinn verður upp annar gjaldmiðill. Það er áskorunin sem réttast væri að senda stjórnvöldum. Það er plásturinn sem ríður á að rífa af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudag skoraði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á stjórnvöld að aflétta gjaldeyrishöftum hið snarasta. Fjármagnshöftin væru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Fréttablaðið birti í gær fréttaskýringu um efnahagslega áhættu gjaldeyrishafta. Þar kom meðal annars fram að höftin fældu í miklum mæli burt erlenda fjárfesta, sem vildu ekki festast innan þeirra. Vitað er af ófrávíkjanlegum kröfum fjárfesta þess efnis að fyrirtæki séu flutt inn á svæði þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af reglubreytingum stjórnvalda heldur séu þau staðsett í umhverfi sem hægt sé að treysta á. Íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar þurfa því í auknum mæli að færa alla sína starfsemi, eða hluta hennar, til útlanda með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Nærtækasta dæmið er nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions , sem tilkynnti nýlega að það þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi vegna viðræðna um erlenda fjárfestingu. Það er langt í frá eina dæmi þess að tilvist gjaldeyrishaftanna hafi komið í veg fyrir fjármögnun á fyrirtæki af því að það er staðsett hérlendis. Íslensk fyrirtæki sem eru í samkeppni við erlenda aðila geta ekki boðið alþjóðlegum fjárfestum upp á nægilega öruggt umhverfi þannig að áhættan sé réttlætanleg. Í krafti stærðar fá stórfyrirtæki á borð við Marel, Össur og CCP undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Minni fyrirtæki til dæmis í nýsköpun fá ekki sömu tækifæri enda ljóst að lögin væru nánast marklaus ef allir fengju undanþágu. Þetta hefur í för með sér gífurlega mismunun þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi. Annars vegar fámennur hópur sem nýtur velvildar Seðlabankans en hins vegar meginþorri fyrirtækja sem þurfa að þjást í höftum. Í grein sinni bendir Þorsteinn á að aðstæður til að ráðast í afnám gjaldeyrishaftanna séu nú eins hagstæðar og kostur er á en ekki sé sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta nú sé mun minni en hættan sem fylgi áframhaldi þeirra. Vandamálið við höftin er að óþægindin við að afnema þau koma fram mjög hratt, eins og þegar plástur er rifinn af en eins og þegar sýking í sári fær að malla óáreitt kemur kostnaðurinn við að hafa höftin hins vegar fram mjög hægt. Það er því freistandi og hugguleg staða fyrir stjórnvöld að leyfa skaðanum að gerast hægt í stað þess að taka á sig óþægindin strax, með tilheyrandi tímabundinni óánægju frá almenningi. Sá hængur er á áskorun Samtaka atvinnulífsins að í henni er ekki tekið tillit til þess að fáir virðast hallast að því að krónan verði aftur frjáls gjaldmiðill þótt höftum verði aflétt. Fyrirsjáanlegt ástand eftir afnám gjaldeyrishaftanna er haftaástand í breyttri mynd. Bæði seðlabankastjóri og sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa rætt um að þegar höftum sleppi þurfi að koma til „þjóðhagsvarúðarreglur“ eða „hraðahindranir“ á vegi útflæðis gjaldeyris úr landinu. Það er ljóst að íslenska krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum og um leið ónothæf fyrir íslenskt atvinnulíf. Þannig má telja að hér verði gjaldeyrishöft í einhverri mynd þar til tekinn verður upp annar gjaldmiðill. Það er áskorunin sem réttast væri að senda stjórnvöldum. Það er plásturinn sem ríður á að rífa af.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun