Vilja grisja frumskóg tolla og vörugjalda Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. júní 2014 07:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Næsta haust stendur til að kynna ýtarlegar tillögur Félags atvinnurekenda um umbætur í tollamálum. Í dag er kynntur hluti þeirrar vinnu sem félagið hefur lagt í og kastljósinu beint að brotalömum og einkennilegheitum tengdum tollum og vörugjöldum. Fréttablaðið/Stefán Á hádegisfundi um tolla og vörugjöld sker Félag atvinnurekenda í dag upp herör gegn ógagnsæjum frumskógi gjalda sem lögð eru á innfluttan varning. „Félag atvinnurekenda, sem áður hét Félag íslenskra stórkaupmanna, hefur lengi, líklega í áratugi, barist gegn vörugjöldum og tollum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Í gjöldunum felist viðskiptahindranir sem bjagi verð á markaði, skekki samkeppni og takmarki valfrelsi neytenda. „Þetta hefur því verið rauður þráður í okkar starfi og undanfarin misseri, kannski sérstaklega eftir að vörugjaldakerfið breyttist aftur til hins verra árið 2009, þegar fyrri útgáfan af núverandi sykurskatti var sett fram, höfum við verið mjög virk í að vekja athygli á skaðlegum áhrifum þessara gjalda.“ Í vetur segir Almar félagið hafa unnið að útfærslu tillagna þar sem lagðar eru til mjög miklar breytingar á útfærslu tolla hér á landi. Stefnt sé að því að leggja þessar tillögur fram í september. „En til þess að vekja athygli á málstaðnum þá boðuðum við til þessa fundar til þess að kynna þá vinnu sem farið hefur í að grisja þennan frumskóg sem tollar og vörugjöld á Íslandi eru. Kerfið er bæði flókið og óaðgengilegt, en við erum þarna búin að tína til sextán dæmi sem eftir atvikum eru áhugaverð, fyndin, grátbrosleg eða hreinlega hneykslanleg. Það fer svolítið eftir því hvernig menn vilja horfa á málið.“ Áfangasigur í sjónmáliÞá bendir Almar á að hluti af tillögum sem settar voru fram í september síðastliðnum undir merkjum Falda aflsins hafi snúið að því að afnema vörugjöld og einfalda neysluskatta og aðflutningsgjöld. Hluti af þeim tillögum sem þá voru lagðar fram hafi náð fram að ganga en enn sé unnið að öðrum, svo sem umbótum í tollamálum. Þótt barátta við verndartolla og vörugjöld hafi verið löng og ströng og ávinningur ef til vill ekki mikill segir Almar samtökin upplifa það sem svo að ákveðin þáttaskil gætu nú orðið. „Við höfum náð árangri í að benda á ýmsa fáránlega tolla, svo sem á frönskum kartöflum og fleiri kartöfluafurðum sem bera mjög háa verndartolla á meðan innlend framleiðsla er engin, eða að minnsta kosti verulega takmörkuð. Við finnum fyrir því að þessi mál hafa mun meiri áhrif og að vitund bæði embættismanna og almennings er að aukast og það gefur ákveðinn tón.“ Umræðuna segir Almar annars tvískipta. Annars vegar séu vörugjöldin, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lýst yfir vilja til að afnema. „Sjálfur sit ég nú í stýrihópi um afnám vörugjalda og tel því að við sjáum vonandi einhver tíðindi af vörugjaldaþættinum strax næsta vetur.“ Sérstaklega segist hann horfa til þess að afnumin verði þessi svokölluðu almennu vörugjöld, svo sem gjöld sem leggjast á margvíslegar byggingarvörur. „Og síðan er spurning í þeirri vinnu hvað verður um sykurskattinn, sem ef til vill var lagður á með góðum ásetningi um að draga úr neyslu á sykri. En að okkar mati er sú aðferð heldur fornfáleg og eðlilegra að fara aðrar leiðir þegar ríkið vill hafa áhrif á neyslu landsmanna.“ Vonir standi til þess að þessi vinna leiði til þess að nokkuð stór áfangasigur vinnist, í það minnsta hvað varði vörugjöldin. Tollar verða seint afnumdir alveg„Síðan eru það tollarnir og þar er kannski erfiðara að átta sig á því hversu miklar breytingar við munum sjá á næstu misserum.“ Tollarnir séu í eðli sínu miklu pólitískara mál, því þeir varði að stórum hluta það fyrirkomulag sem verið hefur um landbúnaðarkerfið hér á landi. „Ég er hins vegar mjög bjartsýnn á að núverandi stjórnvöld átti sig á því að hvorki sé mikil skynsemi eða reisn yfir því að vera með eitthvað sem við köllum verndartolla á afurðum sem ekki eru framleiddar hér, eða framleiddar í mjög takmörkuðu mæli,“ segir Almar. Síðan standi eftir annars vegar hagfræði- og markaðsfræðileg umræða annars vegar og pólitísk hins vegar um hvernig skuli standa að vernd innlendra framleiðslugreina. Þar undir séu hlutir á borð við lambakjöt, mjólkurafurðir og fleira slíkt. „Í öllu falli trúum við því og treystum að núverandi stjórnvöld vilji gera þetta kerfi skiljanlegra. Framkvæmdin á því er þannig að hún ein og sér skapar tortryggni vegna þess hve kerfið er ógagnsætt og mörgum óskiljanlegt.“ Draumastöðuna segir Almar að kerfið verði stokkað upp í heild sinni. „Ég held staðan verði aldrei sú að verndartollar verði afnumdir með öllu, en þeir verða kannski skiljanlegri og hægt að ná um þá meiri sátt ef þeir eru hóflegir og á sviðum þar sem undir eru raunverulegri framleiðsluhagsmunir landbúnaðarins.“ Móðgun við hugsandi fólkAlmar segir hér rekna mjög harða verndarstefnu og óþolandi til þess að hugsa að landið uppfylli ekki allar kvaðir sem það hafi þegar undirgengist í opnun markaða, svo sem á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Rök um fæðuöryggi sem beitt sé til að takmarka innflutning matvöru séu oft og tíðum ekki trúverðug. „Þegar kemur að ferskri vöru, innflutningi á hráu kjöti og öðru slíku, hefur maður á jaðrinum örlítið meiri skilning á þessum rökum. En þetta eru engu að síður vörur sem Evrópubúum er treyst til þess að borða í stórum stíl og virðist ekki verða sérstaklega meint af. Það gengisfellir þessi rök mjög mikið.“ Á hinn bóginn sé verið að tala um frystar afurðir og annað slíkt þar sem í sjálfu sér sé engin hætta á ferðinni. „Samt er fyrirstaða og jafnvel með þessum rökum í kerfinu og það er allt að því móðgun við hugsandi fólk.“ Nýfallinn er dómur um tollflokkun iPod-tækja frá Apple (sjá hér til hliðar) og svo hefur líka verið höfðað mál á hendur ríkinu vegna osta- og smjörmálsins svokallaða. Það fjallar um þá mismunun sem félagið telur felast í því að framleiðandi smjörs fái greiðlega leyfi frá atvinnuvegaráðuneytinu til innflutnings þegar skortur hafi komið upp hér innanlands, en annað sé upp á teningnum þegar framleiðandi sérosta fari fram á tollkvóta til innflutnings. „Svo höfum við hér unnið mjög náið með okkar félagsmönnum í að fara yfir tollskrár þeirra með það fyrir augum að sjá hvort í þeim séu einhverjar ambögur og þær er hægt að finna.“ Þeir hæfustu lifa afTollamál segir Almar hins vegar mjög flókin og því hafi félagið fundið fyrir í þeirri vinnu sem unnin hafi verið í tengslum við kynninguna í dag. „Þarna er ákveðinn kostnaður í viðskiptalífinu sem hægt væri að draga úr. Menn þurfa að vera sérfróðir og maður sér að sum fyrirtæki eru betri en önnur í því að koma ár sinni fyrir borð í þessu kerfi.“ Það sé á vissan hátt gott fyrir þau fyrirtæki sem standa sig vel en um leið slæmt að þessi staða sé uppi, að fyrirtæki sem séu snjallari í að vinna með tollflokka hagnist á því í samkeppni við önnur á sama sviði. „Við viljum auðvitað samkeppni og að snjöll fyrirtæki njóti velgengni á kostnað hinna, en kannski ekki í þessum málaflokki, að hinir hæfustu komist af í frumskógi tollamálanna.“Hr. Loki VerndaltMynd/Félag atvinnurekendaKerfiskarlinn Loki VerndaltFélag atvinnurekenda (FA) kynnir á hádegisfundi sínum í dag til sögunnar fígúruna herra Loka Verndalt. Hann er sagður birtingarmynd ógagnsæs kerfis sem ætti að heyra fortíðinni til.Loki sést svo á ólukkuhjólinu sem gestir FA geta fengið að snúa á fundi félagsins.Það ræðst síðan af því hvað hver og einn er óheppinn á hvaða reit hann lendir, en félagið hefur tekið saman á hjólinu sextán dæmi um tolla og vörugjöld sem orkað geta tvímælis.Sumt hefur verið fjallað um í fréttum, svo sem tolla sem lagðir eru á osta og kartöfluafurðir þrátt fyrir að hér heima sé engin framleiðsla til að vernda.Þá eru dregin fram dæmi um skringilegheit í álagningu gjalda, svo sem í því að sjónvarpstæki beri 7,5 prósenta verðtoll og 25 prósenta vörugjald á meðan tölvuskjáir beri hvorki toll né vörugjald.iPod frá Apple hefur árum saman verið settur í rangan tollflokk og því verið dýrari en ella.Mynd/Apple.comÚr sér gengið og flókið kerfi Fyrir helgi úrskurðaði héraðsdómur að iPod-tæki Apple hefðu verið tolluð á rangan hátt. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir málareksturinn endurspegla hversu langt þurfi að ganga til þess að fá hlut sinn réttan í kerfinu. Alls hafi verið tekist á um málið í um fjögur ár. „Við þekkjum iPod-málið mjög vel og höfum verið með Apple á Íslandi í því frá upphafi og fögnum niðurstöðunni mjög,“ segir Almar. „Þarna er dugmikill aðili sem telur á sér brotið og fer allar mögulegar leiðir til að fá úr sínum málum bætt og endaði fyrir héraðsdómi núna. Svo á eftir að sjá hvort það fari á annað dómstig.“ Flækjustig tollamála sé hins vegar mjög mikið. „Þarna fer flokkun í tollskrá að skipta máli, en ef hins vegar vörugjöldin væru engin þá væri enginn að rífast um neitt.“ Almar segir í raun ósanngjarnt að leggja á embættismenn að þurfa að ákveða hvort iPod sé afspilunartæki, útvarp eða tölva. „Annað dæmi eru sjónvörp sem bera vörugjöld, en tölvuskjáir ekki. Sjónvarpsútsendingar er hægt að horfa á eftir báðum leiðum.“ Svo þegar sjónvörp séu komin með HDMI-tölvutengi þurfi embættismenn að meta hvort þau teljist þá líka tölvuskjáir. „Það sér hver heilvita maður að þetta kerfi er úr sér gengið og mjög mikilvægt að fella það niður, þó ekki væri fyrir annað en kraft einfaldleikans. Þegar embættismenn þurfa að fara að horfa á svona hluti þá tilheyrir það einhverri fortíð sem ég held að mjög margir séu sammála um að við þurfum að fara að setja punkt við.“ Tekur ríkisins af vörugjöldum eru yfir þrír milljarðar á ári. Til þess að viðhalda þeim tekjum ríkisins segir Almar nær að gera smávægilegar breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Markmiðið sé að einfalda kerfið. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. 21. maí 2014 07:00 Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir. 16. júní 2014 07:00 Forstjóri Haga ósáttur við niðurstöðu í ostamáli „Við teljum að rökin haldi ekki,“ segir Finnur Árnason um ákvörðun ráðherra að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á ostum. 18. febrúar 2014 12:04 Innnes er stærsti innflytjandi osta Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að hlutdeild Mjólkursamsölunnar í samanlögðum ostakvóta á síðastliðnum fimm árum hafi aðeins verið 11 prósen 20. febrúar 2014 09:00 Um helmingur landsmanna fylgjandi tollfrjálsum innflutningi Um helmingur landsmanna eða 49,8% er fylgjandi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla til Íslands, en þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Viðskiptablaðið lét MMR framkvæmda. 6. mars 2014 10:24 Lögmaður Haga segir ostamálið munu halda áfram „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu,“ segir lögmaður Haga. 19. febrúar 2014 16:45 Innlendir framleiðendur sprengja upp verð á tollkvótum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara. 17. febrúar 2014 12:53 Tollkvóti vegna innflutnings á nautakjöti er opinn Verðhækkun á innlendu nautakjöti hefur engin áhrif á innflutningsverðið. 24. maí 2014 07:00 Engir viðbótartollkvótar fyrir innflutning á ostum Ráðherra hafnar beiðni Haga. 18. febrúar 2014 11:10 Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn. 21. maí 2014 10:14 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Á hádegisfundi um tolla og vörugjöld sker Félag atvinnurekenda í dag upp herör gegn ógagnsæjum frumskógi gjalda sem lögð eru á innfluttan varning. „Félag atvinnurekenda, sem áður hét Félag íslenskra stórkaupmanna, hefur lengi, líklega í áratugi, barist gegn vörugjöldum og tollum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Í gjöldunum felist viðskiptahindranir sem bjagi verð á markaði, skekki samkeppni og takmarki valfrelsi neytenda. „Þetta hefur því verið rauður þráður í okkar starfi og undanfarin misseri, kannski sérstaklega eftir að vörugjaldakerfið breyttist aftur til hins verra árið 2009, þegar fyrri útgáfan af núverandi sykurskatti var sett fram, höfum við verið mjög virk í að vekja athygli á skaðlegum áhrifum þessara gjalda.“ Í vetur segir Almar félagið hafa unnið að útfærslu tillagna þar sem lagðar eru til mjög miklar breytingar á útfærslu tolla hér á landi. Stefnt sé að því að leggja þessar tillögur fram í september. „En til þess að vekja athygli á málstaðnum þá boðuðum við til þessa fundar til þess að kynna þá vinnu sem farið hefur í að grisja þennan frumskóg sem tollar og vörugjöld á Íslandi eru. Kerfið er bæði flókið og óaðgengilegt, en við erum þarna búin að tína til sextán dæmi sem eftir atvikum eru áhugaverð, fyndin, grátbrosleg eða hreinlega hneykslanleg. Það fer svolítið eftir því hvernig menn vilja horfa á málið.“ Áfangasigur í sjónmáliÞá bendir Almar á að hluti af tillögum sem settar voru fram í september síðastliðnum undir merkjum Falda aflsins hafi snúið að því að afnema vörugjöld og einfalda neysluskatta og aðflutningsgjöld. Hluti af þeim tillögum sem þá voru lagðar fram hafi náð fram að ganga en enn sé unnið að öðrum, svo sem umbótum í tollamálum. Þótt barátta við verndartolla og vörugjöld hafi verið löng og ströng og ávinningur ef til vill ekki mikill segir Almar samtökin upplifa það sem svo að ákveðin þáttaskil gætu nú orðið. „Við höfum náð árangri í að benda á ýmsa fáránlega tolla, svo sem á frönskum kartöflum og fleiri kartöfluafurðum sem bera mjög háa verndartolla á meðan innlend framleiðsla er engin, eða að minnsta kosti verulega takmörkuð. Við finnum fyrir því að þessi mál hafa mun meiri áhrif og að vitund bæði embættismanna og almennings er að aukast og það gefur ákveðinn tón.“ Umræðuna segir Almar annars tvískipta. Annars vegar séu vörugjöldin, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lýst yfir vilja til að afnema. „Sjálfur sit ég nú í stýrihópi um afnám vörugjalda og tel því að við sjáum vonandi einhver tíðindi af vörugjaldaþættinum strax næsta vetur.“ Sérstaklega segist hann horfa til þess að afnumin verði þessi svokölluðu almennu vörugjöld, svo sem gjöld sem leggjast á margvíslegar byggingarvörur. „Og síðan er spurning í þeirri vinnu hvað verður um sykurskattinn, sem ef til vill var lagður á með góðum ásetningi um að draga úr neyslu á sykri. En að okkar mati er sú aðferð heldur fornfáleg og eðlilegra að fara aðrar leiðir þegar ríkið vill hafa áhrif á neyslu landsmanna.“ Vonir standi til þess að þessi vinna leiði til þess að nokkuð stór áfangasigur vinnist, í það minnsta hvað varði vörugjöldin. Tollar verða seint afnumdir alveg„Síðan eru það tollarnir og þar er kannski erfiðara að átta sig á því hversu miklar breytingar við munum sjá á næstu misserum.“ Tollarnir séu í eðli sínu miklu pólitískara mál, því þeir varði að stórum hluta það fyrirkomulag sem verið hefur um landbúnaðarkerfið hér á landi. „Ég er hins vegar mjög bjartsýnn á að núverandi stjórnvöld átti sig á því að hvorki sé mikil skynsemi eða reisn yfir því að vera með eitthvað sem við köllum verndartolla á afurðum sem ekki eru framleiddar hér, eða framleiddar í mjög takmörkuðu mæli,“ segir Almar. Síðan standi eftir annars vegar hagfræði- og markaðsfræðileg umræða annars vegar og pólitísk hins vegar um hvernig skuli standa að vernd innlendra framleiðslugreina. Þar undir séu hlutir á borð við lambakjöt, mjólkurafurðir og fleira slíkt. „Í öllu falli trúum við því og treystum að núverandi stjórnvöld vilji gera þetta kerfi skiljanlegra. Framkvæmdin á því er þannig að hún ein og sér skapar tortryggni vegna þess hve kerfið er ógagnsætt og mörgum óskiljanlegt.“ Draumastöðuna segir Almar að kerfið verði stokkað upp í heild sinni. „Ég held staðan verði aldrei sú að verndartollar verði afnumdir með öllu, en þeir verða kannski skiljanlegri og hægt að ná um þá meiri sátt ef þeir eru hóflegir og á sviðum þar sem undir eru raunverulegri framleiðsluhagsmunir landbúnaðarins.“ Móðgun við hugsandi fólkAlmar segir hér rekna mjög harða verndarstefnu og óþolandi til þess að hugsa að landið uppfylli ekki allar kvaðir sem það hafi þegar undirgengist í opnun markaða, svo sem á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Rök um fæðuöryggi sem beitt sé til að takmarka innflutning matvöru séu oft og tíðum ekki trúverðug. „Þegar kemur að ferskri vöru, innflutningi á hráu kjöti og öðru slíku, hefur maður á jaðrinum örlítið meiri skilning á þessum rökum. En þetta eru engu að síður vörur sem Evrópubúum er treyst til þess að borða í stórum stíl og virðist ekki verða sérstaklega meint af. Það gengisfellir þessi rök mjög mikið.“ Á hinn bóginn sé verið að tala um frystar afurðir og annað slíkt þar sem í sjálfu sér sé engin hætta á ferðinni. „Samt er fyrirstaða og jafnvel með þessum rökum í kerfinu og það er allt að því móðgun við hugsandi fólk.“ Nýfallinn er dómur um tollflokkun iPod-tækja frá Apple (sjá hér til hliðar) og svo hefur líka verið höfðað mál á hendur ríkinu vegna osta- og smjörmálsins svokallaða. Það fjallar um þá mismunun sem félagið telur felast í því að framleiðandi smjörs fái greiðlega leyfi frá atvinnuvegaráðuneytinu til innflutnings þegar skortur hafi komið upp hér innanlands, en annað sé upp á teningnum þegar framleiðandi sérosta fari fram á tollkvóta til innflutnings. „Svo höfum við hér unnið mjög náið með okkar félagsmönnum í að fara yfir tollskrár þeirra með það fyrir augum að sjá hvort í þeim séu einhverjar ambögur og þær er hægt að finna.“ Þeir hæfustu lifa afTollamál segir Almar hins vegar mjög flókin og því hafi félagið fundið fyrir í þeirri vinnu sem unnin hafi verið í tengslum við kynninguna í dag. „Þarna er ákveðinn kostnaður í viðskiptalífinu sem hægt væri að draga úr. Menn þurfa að vera sérfróðir og maður sér að sum fyrirtæki eru betri en önnur í því að koma ár sinni fyrir borð í þessu kerfi.“ Það sé á vissan hátt gott fyrir þau fyrirtæki sem standa sig vel en um leið slæmt að þessi staða sé uppi, að fyrirtæki sem séu snjallari í að vinna með tollflokka hagnist á því í samkeppni við önnur á sama sviði. „Við viljum auðvitað samkeppni og að snjöll fyrirtæki njóti velgengni á kostnað hinna, en kannski ekki í þessum málaflokki, að hinir hæfustu komist af í frumskógi tollamálanna.“Hr. Loki VerndaltMynd/Félag atvinnurekendaKerfiskarlinn Loki VerndaltFélag atvinnurekenda (FA) kynnir á hádegisfundi sínum í dag til sögunnar fígúruna herra Loka Verndalt. Hann er sagður birtingarmynd ógagnsæs kerfis sem ætti að heyra fortíðinni til.Loki sést svo á ólukkuhjólinu sem gestir FA geta fengið að snúa á fundi félagsins.Það ræðst síðan af því hvað hver og einn er óheppinn á hvaða reit hann lendir, en félagið hefur tekið saman á hjólinu sextán dæmi um tolla og vörugjöld sem orkað geta tvímælis.Sumt hefur verið fjallað um í fréttum, svo sem tolla sem lagðir eru á osta og kartöfluafurðir þrátt fyrir að hér heima sé engin framleiðsla til að vernda.Þá eru dregin fram dæmi um skringilegheit í álagningu gjalda, svo sem í því að sjónvarpstæki beri 7,5 prósenta verðtoll og 25 prósenta vörugjald á meðan tölvuskjáir beri hvorki toll né vörugjald.iPod frá Apple hefur árum saman verið settur í rangan tollflokk og því verið dýrari en ella.Mynd/Apple.comÚr sér gengið og flókið kerfi Fyrir helgi úrskurðaði héraðsdómur að iPod-tæki Apple hefðu verið tolluð á rangan hátt. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir málareksturinn endurspegla hversu langt þurfi að ganga til þess að fá hlut sinn réttan í kerfinu. Alls hafi verið tekist á um málið í um fjögur ár. „Við þekkjum iPod-málið mjög vel og höfum verið með Apple á Íslandi í því frá upphafi og fögnum niðurstöðunni mjög,“ segir Almar. „Þarna er dugmikill aðili sem telur á sér brotið og fer allar mögulegar leiðir til að fá úr sínum málum bætt og endaði fyrir héraðsdómi núna. Svo á eftir að sjá hvort það fari á annað dómstig.“ Flækjustig tollamála sé hins vegar mjög mikið. „Þarna fer flokkun í tollskrá að skipta máli, en ef hins vegar vörugjöldin væru engin þá væri enginn að rífast um neitt.“ Almar segir í raun ósanngjarnt að leggja á embættismenn að þurfa að ákveða hvort iPod sé afspilunartæki, útvarp eða tölva. „Annað dæmi eru sjónvörp sem bera vörugjöld, en tölvuskjáir ekki. Sjónvarpsútsendingar er hægt að horfa á eftir báðum leiðum.“ Svo þegar sjónvörp séu komin með HDMI-tölvutengi þurfi embættismenn að meta hvort þau teljist þá líka tölvuskjáir. „Það sér hver heilvita maður að þetta kerfi er úr sér gengið og mjög mikilvægt að fella það niður, þó ekki væri fyrir annað en kraft einfaldleikans. Þegar embættismenn þurfa að fara að horfa á svona hluti þá tilheyrir það einhverri fortíð sem ég held að mjög margir séu sammála um að við þurfum að fara að setja punkt við.“ Tekur ríkisins af vörugjöldum eru yfir þrír milljarðar á ári. Til þess að viðhalda þeim tekjum ríkisins segir Almar nær að gera smávægilegar breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Markmiðið sé að einfalda kerfið.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. 21. maí 2014 07:00 Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir. 16. júní 2014 07:00 Forstjóri Haga ósáttur við niðurstöðu í ostamáli „Við teljum að rökin haldi ekki,“ segir Finnur Árnason um ákvörðun ráðherra að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á ostum. 18. febrúar 2014 12:04 Innnes er stærsti innflytjandi osta Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að hlutdeild Mjólkursamsölunnar í samanlögðum ostakvóta á síðastliðnum fimm árum hafi aðeins verið 11 prósen 20. febrúar 2014 09:00 Um helmingur landsmanna fylgjandi tollfrjálsum innflutningi Um helmingur landsmanna eða 49,8% er fylgjandi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla til Íslands, en þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Viðskiptablaðið lét MMR framkvæmda. 6. mars 2014 10:24 Lögmaður Haga segir ostamálið munu halda áfram „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu,“ segir lögmaður Haga. 19. febrúar 2014 16:45 Innlendir framleiðendur sprengja upp verð á tollkvótum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara. 17. febrúar 2014 12:53 Tollkvóti vegna innflutnings á nautakjöti er opinn Verðhækkun á innlendu nautakjöti hefur engin áhrif á innflutningsverðið. 24. maí 2014 07:00 Engir viðbótartollkvótar fyrir innflutning á ostum Ráðherra hafnar beiðni Haga. 18. febrúar 2014 11:10 Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn. 21. maí 2014 10:14 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. 21. maí 2014 07:00
Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir. 16. júní 2014 07:00
Forstjóri Haga ósáttur við niðurstöðu í ostamáli „Við teljum að rökin haldi ekki,“ segir Finnur Árnason um ákvörðun ráðherra að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á ostum. 18. febrúar 2014 12:04
Innnes er stærsti innflytjandi osta Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að hlutdeild Mjólkursamsölunnar í samanlögðum ostakvóta á síðastliðnum fimm árum hafi aðeins verið 11 prósen 20. febrúar 2014 09:00
Um helmingur landsmanna fylgjandi tollfrjálsum innflutningi Um helmingur landsmanna eða 49,8% er fylgjandi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla til Íslands, en þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Viðskiptablaðið lét MMR framkvæmda. 6. mars 2014 10:24
Lögmaður Haga segir ostamálið munu halda áfram „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu,“ segir lögmaður Haga. 19. febrúar 2014 16:45
Innlendir framleiðendur sprengja upp verð á tollkvótum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara. 17. febrúar 2014 12:53
Tollkvóti vegna innflutnings á nautakjöti er opinn Verðhækkun á innlendu nautakjöti hefur engin áhrif á innflutningsverðið. 24. maí 2014 07:00
Engir viðbótartollkvótar fyrir innflutning á ostum Ráðherra hafnar beiðni Haga. 18. febrúar 2014 11:10
Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn. 21. maí 2014 10:14