Handónýt ríkisstjórn? Ögmundur Jónasson skrifar 11. júní 2014 07:00 Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun