Traust fjármálastjórn í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. maí 2014 00:00 Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra!
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar