Er hægt að vera á móti? Árni Páll Árnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun