Hálfsannleikur Landsnets Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun