Uppruni, umhyggja og upplifun Guðný Helga Björnsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Food and Fun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun!
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar