Kæri framhaldsskólanemi Framhaldsskólanemi skrifar 4. febrúar 2014 06:00 Ég ætla að reyna að hafa þessa grein óformlega og meira á persónulegu nótunum. Þannig er mál með vexti að þú ert ekkert í allt of góðum málum eins og stendur. Það lítur allt út fyrir að verkfall sé á næsta leiti og þar sem að þú ert nemandi á framhaldsskólastigi mun þetta verkfall hafa áhrif á þitt nám. Málið með verkfall er að ef það endist í tvo mánuði þýðir það ekki að öll sú vinna sem átti að klára fyrir þessa mánuði gufi skyndilega upp. Það verður enn þá gerð sú krafa til þín að klára það námsefni sem sett var fyrir í byrjun annar, sem þýðir að eftir verkfall hefst mikill álagstími. Allt það nám sem sett verður „á hold“ á meðan á verkfallinu stendur, verður að vinna upp! Þetta þýðir að mánuðirnir eftir verkfall munu reynast þér erfiðir kæri nemandi og biðin eftir langþráða sumarfríi gæti orðið lengri. Ef þú ert útskriftarnemi gætu afleiðingarnar orðið enn meiri fyrir þig. Sem nemandi er það skylda þín að standa með sjálfum þér, þinni menntun og þeim manneskjum sem hafa það að hugsjón að mennta þig. Við þurfum að berjast fyrir launaleiðréttingu kennara, ekki launahækkun. Launahækkun er hugtak sem á ekki við þessar aðstæður þar sem kennarastarfið er gríðarlega vanmetið miðað við þá miklu ábyrgð sem það felur í sér. Okkur á ekki að finnast í lagi að vægi menntunar okkar sé metið svo lágt. Við erum framtíðin og við eigum betra skilið, Kennararnir okkar eiga betra skilið. Næsta fimmtudag kl. 15.00 munu nemendur koma saman fyrir utan Alþingishúsið á Austurvelli og berjast fyrir bættum kjörum kennara. Við erum að biðja þig um hjálp, við erum að biðja þig um að standa með okkur og mótmæla. Við mótmælum ekki verkfallinu sjálfu heldur þeim aðstæðum sem gefa kennurunum okkar enga annarra kosta völ en að fara í verkfall. Sýnum þeim að okkur er ekki sama!Með kveðjum frá Laufey María - Formaður SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) Karen Björk Eyþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MH Katrín Ósk Ágeirsdóttir – Formaður nemendafélagsins í Flensborg Haukur Már Tómasson – Formaður nemendafélagsins í Kvennaskólanum í Rvk. Agnes Alda Magnúsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FG Metúsalem Björnsson – Formaður nemendafélagsins í MK Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FSu Bjarni Karlsson – Formaður nemendafélagsins í MA Tómas Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FL Guðmundur Jensson – Formaður nemendafélagsins í FSN Sindri Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FÍV Ásrún Ósk Einarsdóttir – Formaður nemendafélagsins Í FSH Daði Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í MB Hólmfríður Lilja Birgisdóttir – Formaður nemendafélagsins í VMA Guðmar Bjartur Elíasson – Formaður nemendafélagsins í FB Sigurður Kristinsson – Formaður nemendafélagsins í VÍ Eðvarð Þór Eyþórsson – Formaður nemendafélagsins í Iðnskólanum í Hafnarfirði Jakob Steinn Stefánsson – Formaður nemendafélagsins í MS Ísak Óli Traustason – Formaður nemendafélagsins í FNV Arnheiður Steinþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MÍ Dóra Björg Björnsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FAS Lilja Dögg Gísladóttir/Birna Ketilsdóttir Schram – Formenn nemendafélaga í MR Sigurður Einar Jónsson – Formaður nemendafélagsins í Tækniskólanum Margrét Helga Ísaksen – Formaður nemendafélagsins í FVA Maria Christina Thorarensen – Formaður nemendafélagsins í FÁ Erlingur Örn Árnason – Formaður nemendafélagsins í Fmos Hjörleifur Þórisson – Formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla Elva Dögg Sigurðardóttir – Formaður nemendafélagsins í FS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að reyna að hafa þessa grein óformlega og meira á persónulegu nótunum. Þannig er mál með vexti að þú ert ekkert í allt of góðum málum eins og stendur. Það lítur allt út fyrir að verkfall sé á næsta leiti og þar sem að þú ert nemandi á framhaldsskólastigi mun þetta verkfall hafa áhrif á þitt nám. Málið með verkfall er að ef það endist í tvo mánuði þýðir það ekki að öll sú vinna sem átti að klára fyrir þessa mánuði gufi skyndilega upp. Það verður enn þá gerð sú krafa til þín að klára það námsefni sem sett var fyrir í byrjun annar, sem þýðir að eftir verkfall hefst mikill álagstími. Allt það nám sem sett verður „á hold“ á meðan á verkfallinu stendur, verður að vinna upp! Þetta þýðir að mánuðirnir eftir verkfall munu reynast þér erfiðir kæri nemandi og biðin eftir langþráða sumarfríi gæti orðið lengri. Ef þú ert útskriftarnemi gætu afleiðingarnar orðið enn meiri fyrir þig. Sem nemandi er það skylda þín að standa með sjálfum þér, þinni menntun og þeim manneskjum sem hafa það að hugsjón að mennta þig. Við þurfum að berjast fyrir launaleiðréttingu kennara, ekki launahækkun. Launahækkun er hugtak sem á ekki við þessar aðstæður þar sem kennarastarfið er gríðarlega vanmetið miðað við þá miklu ábyrgð sem það felur í sér. Okkur á ekki að finnast í lagi að vægi menntunar okkar sé metið svo lágt. Við erum framtíðin og við eigum betra skilið, Kennararnir okkar eiga betra skilið. Næsta fimmtudag kl. 15.00 munu nemendur koma saman fyrir utan Alþingishúsið á Austurvelli og berjast fyrir bættum kjörum kennara. Við erum að biðja þig um hjálp, við erum að biðja þig um að standa með okkur og mótmæla. Við mótmælum ekki verkfallinu sjálfu heldur þeim aðstæðum sem gefa kennurunum okkar enga annarra kosta völ en að fara í verkfall. Sýnum þeim að okkur er ekki sama!Með kveðjum frá Laufey María - Formaður SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) Karen Björk Eyþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MH Katrín Ósk Ágeirsdóttir – Formaður nemendafélagsins í Flensborg Haukur Már Tómasson – Formaður nemendafélagsins í Kvennaskólanum í Rvk. Agnes Alda Magnúsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FG Metúsalem Björnsson – Formaður nemendafélagsins í MK Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FSu Bjarni Karlsson – Formaður nemendafélagsins í MA Tómas Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FL Guðmundur Jensson – Formaður nemendafélagsins í FSN Sindri Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FÍV Ásrún Ósk Einarsdóttir – Formaður nemendafélagsins Í FSH Daði Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í MB Hólmfríður Lilja Birgisdóttir – Formaður nemendafélagsins í VMA Guðmar Bjartur Elíasson – Formaður nemendafélagsins í FB Sigurður Kristinsson – Formaður nemendafélagsins í VÍ Eðvarð Þór Eyþórsson – Formaður nemendafélagsins í Iðnskólanum í Hafnarfirði Jakob Steinn Stefánsson – Formaður nemendafélagsins í MS Ísak Óli Traustason – Formaður nemendafélagsins í FNV Arnheiður Steinþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MÍ Dóra Björg Björnsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FAS Lilja Dögg Gísladóttir/Birna Ketilsdóttir Schram – Formenn nemendafélaga í MR Sigurður Einar Jónsson – Formaður nemendafélagsins í Tækniskólanum Margrét Helga Ísaksen – Formaður nemendafélagsins í FVA Maria Christina Thorarensen – Formaður nemendafélagsins í FÁ Erlingur Örn Árnason – Formaður nemendafélagsins í Fmos Hjörleifur Þórisson – Formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla Elva Dögg Sigurðardóttir – Formaður nemendafélagsins í FS
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar