Oft er það gott er gamlir kveðja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. janúar 2014 06:00 Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun