Helgarmaturinn - Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Marín Manda skrifar 10. janúar 2014 16:00 Berglind Guðmundsdóttir Hér er á ferðinni vinningsréttur úr nýrri matreiðslubók Berglindar Guðmundsdóttur, GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Í henni má finna uppskriftir að hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er með beikoni, döðlum og hvítlauk. Hann er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Uppskrift Fyrir 4-5 Eldunartími 30 mínútur1 heill kjúklingur, eldaður150 g spínat100 g beikon, smátt skorið70 g döðlur, smátt skornar4 stór hvítlauksrif, pressuð1 msk. óreganó þurrkað3 dl vatn2 dl matreiðslurjómi3 msk. rjómaostur1 Knorr-kjúklingateningur½ Knorr-grænmetisteningurRifinn osturAðferð1. Brúnið beikonið á pönnu.2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, óreganói og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í um 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gourmet-blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir kjúklinginn.5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berglind Guðmundsdóttir Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr nýrri matreiðslubók Berglindar Guðmundsdóttur, GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Í henni má finna uppskriftir að hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er með beikoni, döðlum og hvítlauk. Hann er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Uppskrift Fyrir 4-5 Eldunartími 30 mínútur1 heill kjúklingur, eldaður150 g spínat100 g beikon, smátt skorið70 g döðlur, smátt skornar4 stór hvítlauksrif, pressuð1 msk. óreganó þurrkað3 dl vatn2 dl matreiðslurjómi3 msk. rjómaostur1 Knorr-kjúklingateningur½ Knorr-grænmetisteningurRifinn osturAðferð1. Brúnið beikonið á pönnu.2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, óreganói og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í um 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gourmet-blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir kjúklinginn.5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berglind Guðmundsdóttir
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið