Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2014 20:37 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira