Hagkerfið að staðnæmast: Af hverju er það áhyggjuefni? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. desember 2014 10:41 Verðstöðnun eða hjöðnun getur þýtt aukið atvinnuleysi og fest hagkerfið í vítahring. Vísir/Daníel Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“ Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“
Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07