Hjálpi mér! Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 17:00 Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar