Skoða opnun fleiri Búllustaða erlendis Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 20:06 Tómas Tómasson, stofnandi og eigandi Hamborgarabúllu Tómasar. Vísir/Pjetur Tómas Tómasson segir að mikið sé haft samband við rekstraraðila Tommi's Burger Joint eftir velgengni staðarins í Lundúnum, Berlín og Kaupmannahöfn. Tveir staðir eru nú reknir í Lundúnum og til stendur að opna stað í Osló. Margir vilji opna fleiri staði undir merkjum Tommi's Burger Joint. Margir hverjir reyndir erlendir veitingamenn. Þetta kemur fram í viðtali við Tómas í nýjasta Klinkinu. „Eftir að staðurinn í London fór að ganga svona vel, það er með ólíkindum hvað okkur var vel tekið þar. Við opnuðum til bráðabirgða í húsnæði sem átti að endurbyggja í ágúst 2012. Hann fékk svakalega góðar móttökur og við vorum allt í einu komnir á kortið í London. Það eru 7.000 pöbbar og 8.000 veitingastaðir og því ekkert auðvelt að hasla sér völl þar. Við vöktum mikla og góða athygli þannig að eigendur húsnæðisins útveguðu okkur húsnæði til frambúðar í Marylebone-hverfinu. Eftir þá athygli sem við fengum þarna þá hafa alls kyns menn haft samband og vissulega er það ánægjulegt að fá svona seinni 15 mínútur af frægð á þessum aldri. En ætlum við að opna fleiri staði erlendis? Það er mjög líklegt að það gerist því það er mikill áhugi fyrir þessu. Iðulega koma menn og ræða við rekstraraðila staðarins í London og vilja taka þátt. Þetta er eins og í sögunni um Litlu Gulu hænuna. Um leið og brauðið er bakað vilja allir koma og taka bita,” segir Tómas í nýjasta Klinkinu. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Búllan opnaði á Geirsgötu 10. apríl 2004. Tómas segir í þættinum að hann hafi í raun verið bókstaflega blankur þegar sá staður opnaði.Þurfti að skrapa saman af þremur reikningum fyrir inneign á GSM-símann „Eftir að ég seldi Hótel Borg snemma árs 2003 þá lét ég mig dreyma um að ég gæti farið að gera minna og setjast hálfpartinn í helgan stein. Ég fór til Argentínu í tvo mánuði að reyna að læra spænsku og tangó og uppgötvaði þegar ég kom til baka að ég var blankur maður. Mómentið var þetta: Ég fór í sturtu daglega og notaði eyrnapinna í sitt hvort eyrað. Ég uppgötvaði einn daginn að ég var farinn að nota einn pinna til að spara í staðinn fyrir tvo. Svo þurfti ég að fylla á símann minn og lægsta áfylling er 500 kall og ég þurfti að fara inn á þrjá bankareikninga til þess að finna 500 kall til að setja inn á símann. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að fara að gera eitthvað. Á fjölskyldufundi var stungið upp á því hvort ég ætti ekki að fara í hamborgarabransann aftur en mér fannst það út í hött af því mér fannst ég vera búinn að ljúka því tímabili í lífi mínu. En þegar fólk heyrði að Tommi ætlaði að fara í hamborgarana þá lifnaði yfir öllu. Þetta þróaðist síðan þannig að ég fór að kíkja í kringum mig eftir húsnæði.“ Reksturinn á Hamborgarabúllu Tómasar ehf. gengur vel en fyrirtækið var með jákvætt eigið fé upp á 71 milljón króna í lok árs 2013 en það ár skilaði fyrirtækið 9,9 milljóna króna hagnaði. Alls eru sjö staðir reknir á Íslandi. Tómas á tvo þeirra, staðinn á Bíldshöfða og í Ofanleiti, en hinir fimm eru reknir á grundvelli sérleyfissamninga (e. franchise-agreements). Fjölskylda Tómasar á hlut í fyrirtækinu sem rekur staðina tvo í Lundúnum en síðan eru staðirnir í Berlín og Kaupmannahöfn reknir með sérleyfi. Tómas fylgist mjög náið með öllu ferlinu til að tryggja að borgararnir bragðist alls staðar eins og miklum tíma er varið í að finna rétta hráefnið en hann segir það lykil að bragðinu góða.Voru lengi að finna rétta kjötið„Í London vorum við lengi að finna rétta kjötið. Við vorum búnir að prófa 10-12 mismunandi kjötkaupmenn sem voru búnir að reyna að selja okkur kjöt. Loksins duttum við niður á HG Walter, sem við köllum slátrara, og kjötið sem þeir útvega okkur er skoskt og það er svo gott að við notum sama kjötið í bæði Berlín og Kaupmannahöfn og flytjum það bara inn þar. Það er 20-22% fita en bragðið kemur úr fitunni.“ Sjá má viðtalið við Tómas í Klinkinu með því að smella hér. Klinkið Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Tómas Tómasson segir að mikið sé haft samband við rekstraraðila Tommi's Burger Joint eftir velgengni staðarins í Lundúnum, Berlín og Kaupmannahöfn. Tveir staðir eru nú reknir í Lundúnum og til stendur að opna stað í Osló. Margir vilji opna fleiri staði undir merkjum Tommi's Burger Joint. Margir hverjir reyndir erlendir veitingamenn. Þetta kemur fram í viðtali við Tómas í nýjasta Klinkinu. „Eftir að staðurinn í London fór að ganga svona vel, það er með ólíkindum hvað okkur var vel tekið þar. Við opnuðum til bráðabirgða í húsnæði sem átti að endurbyggja í ágúst 2012. Hann fékk svakalega góðar móttökur og við vorum allt í einu komnir á kortið í London. Það eru 7.000 pöbbar og 8.000 veitingastaðir og því ekkert auðvelt að hasla sér völl þar. Við vöktum mikla og góða athygli þannig að eigendur húsnæðisins útveguðu okkur húsnæði til frambúðar í Marylebone-hverfinu. Eftir þá athygli sem við fengum þarna þá hafa alls kyns menn haft samband og vissulega er það ánægjulegt að fá svona seinni 15 mínútur af frægð á þessum aldri. En ætlum við að opna fleiri staði erlendis? Það er mjög líklegt að það gerist því það er mikill áhugi fyrir þessu. Iðulega koma menn og ræða við rekstraraðila staðarins í London og vilja taka þátt. Þetta er eins og í sögunni um Litlu Gulu hænuna. Um leið og brauðið er bakað vilja allir koma og taka bita,” segir Tómas í nýjasta Klinkinu. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Búllan opnaði á Geirsgötu 10. apríl 2004. Tómas segir í þættinum að hann hafi í raun verið bókstaflega blankur þegar sá staður opnaði.Þurfti að skrapa saman af þremur reikningum fyrir inneign á GSM-símann „Eftir að ég seldi Hótel Borg snemma árs 2003 þá lét ég mig dreyma um að ég gæti farið að gera minna og setjast hálfpartinn í helgan stein. Ég fór til Argentínu í tvo mánuði að reyna að læra spænsku og tangó og uppgötvaði þegar ég kom til baka að ég var blankur maður. Mómentið var þetta: Ég fór í sturtu daglega og notaði eyrnapinna í sitt hvort eyrað. Ég uppgötvaði einn daginn að ég var farinn að nota einn pinna til að spara í staðinn fyrir tvo. Svo þurfti ég að fylla á símann minn og lægsta áfylling er 500 kall og ég þurfti að fara inn á þrjá bankareikninga til þess að finna 500 kall til að setja inn á símann. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að fara að gera eitthvað. Á fjölskyldufundi var stungið upp á því hvort ég ætti ekki að fara í hamborgarabransann aftur en mér fannst það út í hött af því mér fannst ég vera búinn að ljúka því tímabili í lífi mínu. En þegar fólk heyrði að Tommi ætlaði að fara í hamborgarana þá lifnaði yfir öllu. Þetta þróaðist síðan þannig að ég fór að kíkja í kringum mig eftir húsnæði.“ Reksturinn á Hamborgarabúllu Tómasar ehf. gengur vel en fyrirtækið var með jákvætt eigið fé upp á 71 milljón króna í lok árs 2013 en það ár skilaði fyrirtækið 9,9 milljóna króna hagnaði. Alls eru sjö staðir reknir á Íslandi. Tómas á tvo þeirra, staðinn á Bíldshöfða og í Ofanleiti, en hinir fimm eru reknir á grundvelli sérleyfissamninga (e. franchise-agreements). Fjölskylda Tómasar á hlut í fyrirtækinu sem rekur staðina tvo í Lundúnum en síðan eru staðirnir í Berlín og Kaupmannahöfn reknir með sérleyfi. Tómas fylgist mjög náið með öllu ferlinu til að tryggja að borgararnir bragðist alls staðar eins og miklum tíma er varið í að finna rétta hráefnið en hann segir það lykil að bragðinu góða.Voru lengi að finna rétta kjötið„Í London vorum við lengi að finna rétta kjötið. Við vorum búnir að prófa 10-12 mismunandi kjötkaupmenn sem voru búnir að reyna að selja okkur kjöt. Loksins duttum við niður á HG Walter, sem við köllum slátrara, og kjötið sem þeir útvega okkur er skoskt og það er svo gott að við notum sama kjötið í bæði Berlín og Kaupmannahöfn og flytjum það bara inn þar. Það er 20-22% fita en bragðið kemur úr fitunni.“ Sjá má viðtalið við Tómas í Klinkinu með því að smella hér.
Klinkið Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira