„Stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Skúli Mogensen, stofnandi, eigandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu. Klinkið Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu.
Klinkið Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira