„Situr samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 20:52 Þingkonan lætur lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa sárnað við lesturinn og ætlar að halda sínu striki. „Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
„Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira