Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 12:11 Vísir/Getty Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Súrínam Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Súrínam Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira