Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Frosti Logason skrifar 27. ágúst 2014 17:42 Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, sendi nýverið frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Stjörnustríð og í því rappa tveir kjarnameðlimir hópsins saman, þeir Prins Puffin og Shaman. Í stuttu spjalli við Harmageddon sögðust strákarnir hafa gefið lagið út til heiðurs einum meðlimi hópsins, en sá kallar sig Lafontaine. Sá drengur lagði mikið á sig til að komast í Shades of Reykjavík en til þess skeitaði hann meðal annars nakinn frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg auk þess að fá sér húðflúrið Elli Grill á rassinn, en Elli Grill er einmitt einn meðlimur Shades of Reykjavík. Væntanlegt er fullt af nýju efni frá Shades of Reykjavík á næstunni. Bæði ný lög og myndbönd. Hópurinn mun svo allur koma saman fyrir tónleika sveitarinnar á næstu Iceland Airwaves hátíð en þar lofa drengirnir einstakri sýningu fyrir áhorfendur. Hægt er að sjá nýja myndbandið frá Shades of Reykjavík hér fyrir neðan og Harmageddon mælir einnig með Facebook síðu hópsins þar sem hægt er að fylgjast með öllu sem kemur frá sveitinni hverju sinni. Með nýja myndbandinu bjóða Shades of Reykjavík Jón Loga Sigurðsson einnig velkominn í hópinn. Airwaves Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon
Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, sendi nýverið frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Stjörnustríð og í því rappa tveir kjarnameðlimir hópsins saman, þeir Prins Puffin og Shaman. Í stuttu spjalli við Harmageddon sögðust strákarnir hafa gefið lagið út til heiðurs einum meðlimi hópsins, en sá kallar sig Lafontaine. Sá drengur lagði mikið á sig til að komast í Shades of Reykjavík en til þess skeitaði hann meðal annars nakinn frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg auk þess að fá sér húðflúrið Elli Grill á rassinn, en Elli Grill er einmitt einn meðlimur Shades of Reykjavík. Væntanlegt er fullt af nýju efni frá Shades of Reykjavík á næstunni. Bæði ný lög og myndbönd. Hópurinn mun svo allur koma saman fyrir tónleika sveitarinnar á næstu Iceland Airwaves hátíð en þar lofa drengirnir einstakri sýningu fyrir áhorfendur. Hægt er að sjá nýja myndbandið frá Shades of Reykjavík hér fyrir neðan og Harmageddon mælir einnig með Facebook síðu hópsins þar sem hægt er að fylgjast með öllu sem kemur frá sveitinni hverju sinni. Með nýja myndbandinu bjóða Shades of Reykjavík Jón Loga Sigurðsson einnig velkominn í hópinn.
Airwaves Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon