Með tvö hundruð vinabeiðnir og frægur í Þýskalandi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 15:05 Davíð var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. „Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“ Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
„Þetta hefur farið mjög vel með mig,“ segir Davíð Aron Guðnason flugvirki sem vakti athygli fjölmiðla fyrr í sumar eftir að hann gerði við farþegaflugvél sem átti að flytja hann, konu hans og dætur frá Spáni til Íslands. Engan flugvirkja var að finna þegar vélin átti að fara á loft og útlit fyrir að margra klukkutíma seinkun yrði á fluginu þegar Davíð tók til sinna ráða. „Ég fékk bara þakkarbréf og blómvönd frá flugfélaginu,“ segir Davíð. „Og rauðvínsflaska fylgdi með.“ Primera air hefði líklega þurft að bóka hótelherbergi fyrir farþegana hundrað og áttatíu, hefði aðstoðar Davíðs ekki notið við. Hann fékk þó enga frímiða fyrir reddinguna. „Ég skal nú alveg viðurkenna að ég var að vonast eftir því,“ segir hann léttur í bragði. „En ég er alveg sáttur.“Frægur í Þýskalandi Sagan af íslenska farþeganum sem gerði við eigin flugvél rataði í fjölmiðla víðsvegar um Evrópu, meðal annars á vef þýska dagblaðsins Bild. „Þetta er búið að fara víða og ég er kominn með einhverjar tvö hundruð vinabeiðnir á Facebook, allt frá útlendingum,“ segir Davíð. „Ég á vinkonur í Þýskalandi sem eru báðar búnar að segja mér hvað það er gaman að eiga vin sem er frægur í Þýskalandi. Það er bara gaman að því.“ Þrátt fyrir að sagan hafi slegið svona rækilega í gegn, segir Davíð athyglina ekki angra sig neitt. „Ég átti aldrei von á því að það yrði gert svona mikið úr þessu, en þetta er náttúrulega bara jákvæð frétt og skemmtileg.“
Tengdar fréttir Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. 31. júlí 2014 16:40