Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Óttar Martin Norðfjörð skrifar 29. júlí 2014 13:54 Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun