Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 19:43 Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag. MH17 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag.
MH17 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira