Skoðun

Eitt höfuðborgarsvæði fyrir okkur öll

Ása Richardsdóttir skrifar
Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi  þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang.

Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta  jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040.

Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr.  Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35.  Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×