Nýtum kosningaréttinn okkar Berglind Vignisdóttir skrifar 31. maí 2014 14:15 Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun