Höldum áfram ... með trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. maí 2014 12:05 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar