Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur Almar Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 14:00 Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Rekstur Garðabæjar hefur um langt árabil einkennst af traustri fjármálastjórn og lágum skuldum. Það hefur reynst mikilvæg undirstaða góðrar þjónustu við bæjarbúa og hefur jafnframt verið grundvöllur öruggrar og heilbrigðrar uppbyggingar í bænum. Það er staðfest í könnunum að bæjarbúar kunna að meta þjónustu bæjarins og eru ánægðir með stöðuna. Hófleg skuldastaða á þar stóran hlut að máli. Það var því í sjálfu sér nokkuð fyrirsjáanlegt þegar sameining Garðabæjar og Álftaness var á teikniborðinu að ýmsir bæjarbúar hefðu áhyggjur af því að fjárhagsstaða bæjarins myndi versna til muna við sameininguna og langan tíma myndi taka að ná aftur fyrri styrk. Þetta var og er mjög skiljanlegt sjónarmið. Í því ljósi má segja að ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2013 hafi borið með sér ákaflega gleðileg tíðindi. Rekstur bæjarins gekk mjög vel. Myndin sýnir skuldahlutfull (skuldir sem hlutfall af tekjum) miðað við forsendur greinargerðar R3 ráðgjafar í aðdraganda sameiningarkosninga annars vegar og miðað við rauntölur 2013 og uppreiknaðar áætlanir hins vegar. Hin góða niðurstaða ársins 2013 hefur þau áhrif að áætluð lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áætlað var. Afkoma var góð og sjóðstreymi mjög sterkt. Skuldahlutfall bæjarins er 98,5% og umtalsvert lægra en spár gerðu ráð fyrir í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Það þýðir að lækkun skulda kemur mun hraðar fram en áður hafði verið áætlað. Hið mikilvægasta af öllu er að hröð lækkun skuldahlutfallsins er ekki sótt í minni þjónustu – útgjöld A hluta bæjarsjóðs uxu um ríflega 6% á milli ára og bæjarbúar eru ánægðir með þjónustuna. Það er heldur ekki þannig að lítið hafi verið framkvæmt og fjárfest á árinu. Fjárfestingar námu um 12% af tekjum sem er á svipuðum nótum og meðaltal undanfarinna ára og vel ofan við sama hlutfall hjá þorra annarra sveitarfélaga. Staðan í Garðabæ er því þessi: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta er góð og framkvæmdir meiri en víða gerist. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Að auki hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að góðri þjónustu og uppbyggingu. Höldum áfram á þeirri braut. Almar Guðmundsson, skipar 6.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar