„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30