„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30