Aukum lýðræði og lífsgæði í Betri Garðabæ Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 27. maí 2014 19:00 Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar