Komdu í kaffi og ég segi þér frá fátækum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 27. maí 2014 15:28 Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar