Svona kræktu Reyðarfjörður og Egilsstaðir í Drekamiðstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2014 14:28 Frá iðnaðarhöfninni á Reyðarfirði. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Sameiginlegt markaðsátaks bar svo ávöxt í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hefðu verið valin sem starfssvæði landþjónustu Eykons vegna bæði olíuleitar og olíuvinnslu. Sveitarfélögin tóku höndum saman með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 um að vinna að því að tryggja svæðinu þetta verkefni. Áður höfðu ráðamenn Fjarðabyggðar um eins árs skeið unnið einir að málinu og boðið iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem valkost. Þeim var þá ráðlagt að fá Fljótsdalshérað með í dæmið vegna alþjóðaflugvallar og þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum, eins og hótela og verslana. Í Fjarðabyggð búa um 4.700 manns en þegar Fljótsdalshérað bættist við fór samanlagður íbúafjöldi upp í 8.200 manns. Með því að leggja saman kraftana styrktu sveitarfélögin á Mið-Austurlandi sig í sessi, ekki síst gagnvart Akureyri, en ráðamenn Eykons hafa upplýst að í raun hafi valið aðeins staðið milli þessara tveggja staða. Á þessu stigi er óvíst hvort olíuboranir hefjast á Drekasvæðinu. En fari svo að þar finnist olía gætu áhrifin orðið umtalsverð á því svæði sem þjónustar vinnsluna. Borgir og bæir í Noregi eru nærtæk dæmi en þar varð Stafangur fyrsti olíubærinn. Þar byggðist ekki aðeins upp tækniþjónusta heldur fylgdu í kjölfarið skrifstofur olíufélaga og opinberra stofnana. Þar eru til dæmis bæði höfuðstöðvar Olíustofnunar Noregs og höfðstöðvar Statoil, stærsta fyrirtækis Norðurlanda. Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Norðurslóðir Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Sameiginlegt markaðsátaks bar svo ávöxt í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hefðu verið valin sem starfssvæði landþjónustu Eykons vegna bæði olíuleitar og olíuvinnslu. Sveitarfélögin tóku höndum saman með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 um að vinna að því að tryggja svæðinu þetta verkefni. Áður höfðu ráðamenn Fjarðabyggðar um eins árs skeið unnið einir að málinu og boðið iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem valkost. Þeim var þá ráðlagt að fá Fljótsdalshérað með í dæmið vegna alþjóðaflugvallar og þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum, eins og hótela og verslana. Í Fjarðabyggð búa um 4.700 manns en þegar Fljótsdalshérað bættist við fór samanlagður íbúafjöldi upp í 8.200 manns. Með því að leggja saman kraftana styrktu sveitarfélögin á Mið-Austurlandi sig í sessi, ekki síst gagnvart Akureyri, en ráðamenn Eykons hafa upplýst að í raun hafi valið aðeins staðið milli þessara tveggja staða. Á þessu stigi er óvíst hvort olíuboranir hefjast á Drekasvæðinu. En fari svo að þar finnist olía gætu áhrifin orðið umtalsverð á því svæði sem þjónustar vinnsluna. Borgir og bæir í Noregi eru nærtæk dæmi en þar varð Stafangur fyrsti olíubærinn. Þar byggðist ekki aðeins upp tækniþjónusta heldur fylgdu í kjölfarið skrifstofur olíufélaga og opinberra stofnana. Þar eru til dæmis bæði höfuðstöðvar Olíustofnunar Noregs og höfðstöðvar Statoil, stærsta fyrirtækis Norðurlanda.
Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Norðurslóðir Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15