Grímur hittir Pussy Riot í Tallinn Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2014 14:24 Grímur Atlason var viðstaddur þegar rætt var við Pussy Riot í Tallinn. Þær elska sitt Rússland en eru meðal helstu andstæðinga Putins. Grímur Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves er nú staddur úti í Tallinn, höfuðborg Eistlands, þar sem fram fer Tallinn Music Week – tónlistarhátíð. Hann var ráðstefnuna Culture Riot: Listamenn og tónlist gegn allsherjarreglu. Þar var pallborðsviðtal við meðlimi Pussy Riot, sem Artemyi Troitsky Artemyi „Artjom“ Troitsky tók, en hann er áhrifamikil menningarfígúra í Rússlandi og tónlistarblaðamaður. Pussy Riot elska Rússland Grímur segir þetta hafa verið mjög áhrifamikið. „Þær voru þarna tvær úr Pussy Riot, þessar sem voru í fangelsi. Aðalsprauturnar í pönksveitinni þeirri. Þær voru að segja frá reynslu sinni og hvað þær voru að gera. Sögðust elska Rússland. Þær eru föðurlandsvinir. En á móti Putin og hans stefnu. Þær segja hann vera að eyðileggja allt sem rússneskt er. Það er það sem er að fara með landið,“ segir Grímur. Spurður segist hann ekki hafa gefið sig á tal við Pussy Riot, segist ekki vera þannig gæi. „Ég er ekki þannig náungi. How do you like Iceland? Það eru aðrir í því. Nei, ég gerði það á sínum tíma og þá voru þær settar í fangelsi. Það var nú það sem gerðist þá,“ segir Grímur sem reyndi á sínum tíma að fá pönksveitina til að troða upp á Íslandi og var þá kominn í góð sambönd við umboðsmann þeirra, sem jafnframt var í sambandi við eina úr hljómsveitinni. En, það fór eins og það fór. Boðnar fúlgur fyrir tónleikahald Grímur segir svo frá að Pussy Riot hafi verið boðið fúlgur fjár fyrir að fara í tónleikaferð, af fyrirtækjum sem standa fyrir miklum tónlistaruppákomum um heim allan. „Í gær var þeim boðið stórfé og stóð til boða að túra um heiminn. Þær höfnuðu því alfarið. Þær koma fram þar sem ekki eru haldir tónleikar. Poppa upp. þetta er gjörningaband og mótmælaband. Hafa aldrei gefið út neitt. En, hér er allt brjálað. Rússneski minnihlutinn var hérna og mikið stuð í gangi. En þessar stelpur eru ekki að koma til Íslands nema bara til að tjá sig. Því miður.“ Ilves talar enga tæpitungu Forseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, talaði einnig á fundinum og segir Grímur þar alvöru mann á ferð. Og dregur hvergi úr því. Ilves hafi ekki pakkað skoðunum sínum í gjafapappír, og talað skýrt gegn skoðanakúgun, tengja list því og þeirri ógn sem stafar frá Rússlandi Putins. Grímur segir það áhrifaríkt og setja hlutina í samhengi að vera svo nærri átökunum sem nú eiga sér stað í Rússlandi og Úkraínu. Sú ógn sé ætíð nálæg í Eystrasaltslöndunum. „Eftir að hafa hlustað á hann skammast ég mín enn meira fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem kom hingað til Tallin sumarið 2011, og lét hylla sig sem frelsishetju fyrir afrek Jóns Baldvins Hannibalssonar þá utanríkisráðherra Íslands á þessum slóðum. Stal þeim heiðrinum. Ég man ekki eftir því að hann hafi lagt mikið til málanna á sínum tíma,“ segir Grímur, undir miklum áhrifum frá Ilves. Hann telur forseta Íslands heldur smáan í þeim samanburði og vísar til þess að hann hafi ekki sagt styggðaryrði í átt til Rússlands Putins, heldur þvert á móti. Andóf Pussy Riot Íslendingar erlendis Eistland Rússland Tengdar fréttir Meðlimir Pussy Riot úr haldi Pönkararnir fögnu frelsi sínu með lambhúshettur á höfði. 18. febrúar 2014 14:32 Meðlimir Pussy Riot í haldi lögreglunnar í Sotsjí Tónlistarmennirnir voru náðaðir í aðdraganda Ólympíuleikanna. 18. febrúar 2014 11:15 Meðlimur Pussy Riot hvetur fólk til að sniðganga Ólympíuleikana Nadejda segir það ekki af mannúðarástæðum sem þær og fleiri hafi verið látin laus. Um sé að ræða tilraun Pútíns og rússneskra yfirvalda til þess að bæta ímynd sína. 27. desember 2013 20:08 Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Hrönn Sveinsdóttir segir Bechdel-prófið seint geta stjórnað dagskrá Bíó Paradísar. 14. nóvember 2013 07:00 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Pussy Riot afneitar tveimur meðlimum Þær Masha og Nadia eru ekki lengur viðurkenndir meðlimir rússneska pönkhópsins. 6. febrúar 2014 23:47 Putin ætlar að náða fyrrverandi olíubarón Vladimir Putin, forseti Rússlands ætlar að náða Mikhail Khodorkovsky. Sagðist hann hafa fengið beiðni frá fanganum um náðun á grundvelli mannréttinda, því móðir hans væri veik. 19. desember 2013 16:11 Pussy Riot frjálsar á morgun Þjóðþingið í Rússlandi hefur samþykkt lög Vladimír Pútíns Rússlandsforseta um að náðanir fanga í Rússlandi. 18. desember 2013 14:57 Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi Ráðist var á meðlimi Pussy Riot af opinberum starfsmönnum í Sotsjí. Réðust þeir að þeim með svipum og táragasi. 19. febrúar 2014 22:33 Pútín náðar Pussy Riot og Grænfriðunga Í tilefni af tvítugsafmæli rússnesku stjórnarskrárinnar fá 25 þúsund manns felldan niður fangelsisdóm. 10. desember 2013 11:45 Pussy Riot meðlimur látinn laus úr fangelsi Maria Alyokhina, meðlimur rússnesku pönkveitarinnar Pussy Riot hefur verið látin laus úr fangelsi. 23. desember 2013 07:23 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves er nú staddur úti í Tallinn, höfuðborg Eistlands, þar sem fram fer Tallinn Music Week – tónlistarhátíð. Hann var ráðstefnuna Culture Riot: Listamenn og tónlist gegn allsherjarreglu. Þar var pallborðsviðtal við meðlimi Pussy Riot, sem Artemyi Troitsky Artemyi „Artjom“ Troitsky tók, en hann er áhrifamikil menningarfígúra í Rússlandi og tónlistarblaðamaður. Pussy Riot elska Rússland Grímur segir þetta hafa verið mjög áhrifamikið. „Þær voru þarna tvær úr Pussy Riot, þessar sem voru í fangelsi. Aðalsprauturnar í pönksveitinni þeirri. Þær voru að segja frá reynslu sinni og hvað þær voru að gera. Sögðust elska Rússland. Þær eru föðurlandsvinir. En á móti Putin og hans stefnu. Þær segja hann vera að eyðileggja allt sem rússneskt er. Það er það sem er að fara með landið,“ segir Grímur. Spurður segist hann ekki hafa gefið sig á tal við Pussy Riot, segist ekki vera þannig gæi. „Ég er ekki þannig náungi. How do you like Iceland? Það eru aðrir í því. Nei, ég gerði það á sínum tíma og þá voru þær settar í fangelsi. Það var nú það sem gerðist þá,“ segir Grímur sem reyndi á sínum tíma að fá pönksveitina til að troða upp á Íslandi og var þá kominn í góð sambönd við umboðsmann þeirra, sem jafnframt var í sambandi við eina úr hljómsveitinni. En, það fór eins og það fór. Boðnar fúlgur fyrir tónleikahald Grímur segir svo frá að Pussy Riot hafi verið boðið fúlgur fjár fyrir að fara í tónleikaferð, af fyrirtækjum sem standa fyrir miklum tónlistaruppákomum um heim allan. „Í gær var þeim boðið stórfé og stóð til boða að túra um heiminn. Þær höfnuðu því alfarið. Þær koma fram þar sem ekki eru haldir tónleikar. Poppa upp. þetta er gjörningaband og mótmælaband. Hafa aldrei gefið út neitt. En, hér er allt brjálað. Rússneski minnihlutinn var hérna og mikið stuð í gangi. En þessar stelpur eru ekki að koma til Íslands nema bara til að tjá sig. Því miður.“ Ilves talar enga tæpitungu Forseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, talaði einnig á fundinum og segir Grímur þar alvöru mann á ferð. Og dregur hvergi úr því. Ilves hafi ekki pakkað skoðunum sínum í gjafapappír, og talað skýrt gegn skoðanakúgun, tengja list því og þeirri ógn sem stafar frá Rússlandi Putins. Grímur segir það áhrifaríkt og setja hlutina í samhengi að vera svo nærri átökunum sem nú eiga sér stað í Rússlandi og Úkraínu. Sú ógn sé ætíð nálæg í Eystrasaltslöndunum. „Eftir að hafa hlustað á hann skammast ég mín enn meira fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem kom hingað til Tallin sumarið 2011, og lét hylla sig sem frelsishetju fyrir afrek Jóns Baldvins Hannibalssonar þá utanríkisráðherra Íslands á þessum slóðum. Stal þeim heiðrinum. Ég man ekki eftir því að hann hafi lagt mikið til málanna á sínum tíma,“ segir Grímur, undir miklum áhrifum frá Ilves. Hann telur forseta Íslands heldur smáan í þeim samanburði og vísar til þess að hann hafi ekki sagt styggðaryrði í átt til Rússlands Putins, heldur þvert á móti.
Andóf Pussy Riot Íslendingar erlendis Eistland Rússland Tengdar fréttir Meðlimir Pussy Riot úr haldi Pönkararnir fögnu frelsi sínu með lambhúshettur á höfði. 18. febrúar 2014 14:32 Meðlimir Pussy Riot í haldi lögreglunnar í Sotsjí Tónlistarmennirnir voru náðaðir í aðdraganda Ólympíuleikanna. 18. febrúar 2014 11:15 Meðlimur Pussy Riot hvetur fólk til að sniðganga Ólympíuleikana Nadejda segir það ekki af mannúðarástæðum sem þær og fleiri hafi verið látin laus. Um sé að ræða tilraun Pútíns og rússneskra yfirvalda til þess að bæta ímynd sína. 27. desember 2013 20:08 Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Hrönn Sveinsdóttir segir Bechdel-prófið seint geta stjórnað dagskrá Bíó Paradísar. 14. nóvember 2013 07:00 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Pussy Riot afneitar tveimur meðlimum Þær Masha og Nadia eru ekki lengur viðurkenndir meðlimir rússneska pönkhópsins. 6. febrúar 2014 23:47 Putin ætlar að náða fyrrverandi olíubarón Vladimir Putin, forseti Rússlands ætlar að náða Mikhail Khodorkovsky. Sagðist hann hafa fengið beiðni frá fanganum um náðun á grundvelli mannréttinda, því móðir hans væri veik. 19. desember 2013 16:11 Pussy Riot frjálsar á morgun Þjóðþingið í Rússlandi hefur samþykkt lög Vladimír Pútíns Rússlandsforseta um að náðanir fanga í Rússlandi. 18. desember 2013 14:57 Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi Ráðist var á meðlimi Pussy Riot af opinberum starfsmönnum í Sotsjí. Réðust þeir að þeim með svipum og táragasi. 19. febrúar 2014 22:33 Pútín náðar Pussy Riot og Grænfriðunga Í tilefni af tvítugsafmæli rússnesku stjórnarskrárinnar fá 25 þúsund manns felldan niður fangelsisdóm. 10. desember 2013 11:45 Pussy Riot meðlimur látinn laus úr fangelsi Maria Alyokhina, meðlimur rússnesku pönkveitarinnar Pussy Riot hefur verið látin laus úr fangelsi. 23. desember 2013 07:23 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Meðlimir Pussy Riot úr haldi Pönkararnir fögnu frelsi sínu með lambhúshettur á höfði. 18. febrúar 2014 14:32
Meðlimir Pussy Riot í haldi lögreglunnar í Sotsjí Tónlistarmennirnir voru náðaðir í aðdraganda Ólympíuleikanna. 18. febrúar 2014 11:15
Meðlimur Pussy Riot hvetur fólk til að sniðganga Ólympíuleikana Nadejda segir það ekki af mannúðarástæðum sem þær og fleiri hafi verið látin laus. Um sé að ræða tilraun Pútíns og rússneskra yfirvalda til þess að bæta ímynd sína. 27. desember 2013 20:08
Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Hrönn Sveinsdóttir segir Bechdel-prófið seint geta stjórnað dagskrá Bíó Paradísar. 14. nóvember 2013 07:00
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Pussy Riot afneitar tveimur meðlimum Þær Masha og Nadia eru ekki lengur viðurkenndir meðlimir rússneska pönkhópsins. 6. febrúar 2014 23:47
Putin ætlar að náða fyrrverandi olíubarón Vladimir Putin, forseti Rússlands ætlar að náða Mikhail Khodorkovsky. Sagðist hann hafa fengið beiðni frá fanganum um náðun á grundvelli mannréttinda, því móðir hans væri veik. 19. desember 2013 16:11
Pussy Riot frjálsar á morgun Þjóðþingið í Rússlandi hefur samþykkt lög Vladimír Pútíns Rússlandsforseta um að náðanir fanga í Rússlandi. 18. desember 2013 14:57
Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi Ráðist var á meðlimi Pussy Riot af opinberum starfsmönnum í Sotsjí. Réðust þeir að þeim með svipum og táragasi. 19. febrúar 2014 22:33
Pútín náðar Pussy Riot og Grænfriðunga Í tilefni af tvítugsafmæli rússnesku stjórnarskrárinnar fá 25 þúsund manns felldan niður fangelsisdóm. 10. desember 2013 11:45
Pussy Riot meðlimur látinn laus úr fangelsi Maria Alyokhina, meðlimur rússnesku pönkveitarinnar Pussy Riot hefur verið látin laus úr fangelsi. 23. desember 2013 07:23