Töluðu ærlega um þjóðaratkvæðagreiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 19:42 Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“ Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“
Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira