Matur

Gómsætir kaldir hafragrautar

Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar

Tveir hafragrautar eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það er nefninlega gott að fá sér eitthvað sætt á morgnana en það þarf ekkert endilega að vera óhollt.

Hér eru tvær uppskriftir úr Léttum sprettum á Stöð 2. Þættirnir eru á dagskrá á miðvikudagskvöldum klukkan 20.30.

Súkkulaðigrautur

60 g tröllahafrar

1 msk Now Triple Omega fræ blanda

1/2 tsk kanill

1 msk rúsínur

100 ml kókoskakómjólk

1/2 banani, skorinn í bita

1-2 tsk kakónibbur



Mér finnst best að setja grautinn minn í sultukrukku og ferðast þannig með hann t.d í vinnuna eða upp á fjöll en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulega skál.

Hellið haframjölinu í botninn á krukkunni ásamt fræblöndunni, kanilnum og rúsínunum og hrisstið hráefnið saman. Hellið kókoskakómjólkinni saman við og hrisstið og hrærið bönunum saman við. Stráið kakónibbunum ofan á, lokið og kælið í 30-60 mínútur. Ef að þið hafið til dæmis ekki tíma á morgnana er gott að geyma grautinn í kæli yfir nótt en þá mæli ég með því að kakónibburnar séu settar yfir rétt áður en að grauturinn er borðaður.



Mangó- og hindberjagrautur

60 g tröllahafrar

1 msk Now Triple Omega fræ blanda

1 msk kókosmjöl

20 g frosið mangó

20 g fersk eða frosin hindber



100 ml möndlumjólk

6 dropar hindberjastevía



Hellið haframjölinu í botninn á sultukrukku ásamt fræblöndunni og kókosmjölinu og hrisstið. Blandið ávöxtunum saman við og hellið möndlumjólkinni ásamt hindberjastevíunni saman við. Lokið krukkunni og kælið í 30-60 mínútur. Þennan graut er hægt að undirbúa kvöldið áður.

Uppskriftin að hafragrautunum var í fjórða þætti Léttra spretta. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum.


Tengdar fréttir

Asískt kjúklingasalat úr Léttum sprettum

Í hlaupaþætti Léttra spretta útbjó ég bráðhollt og brakandi stökkt kjúklingasalat sem einfalt er að leika eftir. Salatið er stútfullt af næringarefnum og einstaklega bragðgott.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.