Elliði og Sóley tókust á í Minni skoðun: "Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka Diet Coke.“ 9. mars 2014 11:14 Sérfræðingar Mikaels Torfasonar í Minni skoðun á Stöð 2 voru að þessu sinni þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau tókust á um Evrópumálin og frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson sagði strax í upphafi að hann hefði sjálfur viljað meiri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið og bætti því við síðar að það hefði ekki þurft að koma strax með þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Sóley Tómasdóttir, sem er Vinstri græn, gagnrýndi framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að það væri alvarleg staða að ríkisstjórnin skuli trekk í trekk fara gegn því sem lofað var fyrir kosningar. Elliði sagði að gagnrýni frá Vinstri grænum væri einkennileg og svo notast sé við hans orðalag: „Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka diet kók.” Sóley leiðrétti Elliða fljótt því rétt er að tala um „Vinstri græn” en ekki „Vinstri græna.” „Ég biðst forláts á þessari einu villu sem ég hef farið með,” svaraði Elliði. Þau voru bæði sammála að það væri einkennilegt að forsætisráðherra kannist nú ekki við bréf sem hann skrifaði undir og sent var út í aðdraganda alþingiskosninga 2009. „Á maður að fá SMS frá Sigmundi Davíð til þess að taka hann alvarlega?” spurði Sóley en Elliði sagði að hann myndi ekki senda út nein bréf nema í því stæðu meiningar hans. Þegar talið barst almennt að framistöðu framsóknarráðherra sagði Sóley að henni þættu þessir menn fara óvarlega með vald sitt. Elliði tók ekki undir það en þau voru bæði ósammála forsætisráðherra um að Evrópusambandið hefði sett ríkisstjórn Íslands afarkosti. „Ég á erfitt með að búa til þá stöðu í huganum að við séum að renna út á tíma. Og hvað hefði þá gerst? Hefði ekki komið bréf frá Evrópusambandinu um að viðræðunum væri slitið? Og hefði þá ekki draumur Sigmundar ræst?” sagði Elliði. Sjá má umræður þeirra Mikaels, Sóleyjar og Elliða í myndbandsklippunni hér að ofan. Mín skoðun Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Sérfræðingar Mikaels Torfasonar í Minni skoðun á Stöð 2 voru að þessu sinni þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau tókust á um Evrópumálin og frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson sagði strax í upphafi að hann hefði sjálfur viljað meiri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið og bætti því við síðar að það hefði ekki þurft að koma strax með þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Sóley Tómasdóttir, sem er Vinstri græn, gagnrýndi framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að það væri alvarleg staða að ríkisstjórnin skuli trekk í trekk fara gegn því sem lofað var fyrir kosningar. Elliði sagði að gagnrýni frá Vinstri grænum væri einkennileg og svo notast sé við hans orðalag: „Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka diet kók.” Sóley leiðrétti Elliða fljótt því rétt er að tala um „Vinstri græn” en ekki „Vinstri græna.” „Ég biðst forláts á þessari einu villu sem ég hef farið með,” svaraði Elliði. Þau voru bæði sammála að það væri einkennilegt að forsætisráðherra kannist nú ekki við bréf sem hann skrifaði undir og sent var út í aðdraganda alþingiskosninga 2009. „Á maður að fá SMS frá Sigmundi Davíð til þess að taka hann alvarlega?” spurði Sóley en Elliði sagði að hann myndi ekki senda út nein bréf nema í því stæðu meiningar hans. Þegar talið barst almennt að framistöðu framsóknarráðherra sagði Sóley að henni þættu þessir menn fara óvarlega með vald sitt. Elliði tók ekki undir það en þau voru bæði ósammála forsætisráðherra um að Evrópusambandið hefði sett ríkisstjórn Íslands afarkosti. „Ég á erfitt með að búa til þá stöðu í huganum að við séum að renna út á tíma. Og hvað hefði þá gerst? Hefði ekki komið bréf frá Evrópusambandinu um að viðræðunum væri slitið? Og hefði þá ekki draumur Sigmundar ræst?” sagði Elliði. Sjá má umræður þeirra Mikaels, Sóleyjar og Elliða í myndbandsklippunni hér að ofan.
Mín skoðun Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira