„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. febrúar 2014 17:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni. Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni.
Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira