Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Andri Þór Sturluson skrifar 16. janúar 2014 19:50 Á tímum internets og myndavéla munu uppátækjasamir vitleysingar alltaf finna sér eitthvað að gera. Ný samfélagsmiðlaplága virðist vera að dreifa sér hratt. Eins og aðrar plágur virðist hún ráðast helst á þá sem ólíklegir eru til að þvo sér um hendurnar en hún er þó óneitanlega ferskari en t.d plankið, sem strax í byrjun virtist vera fundið upp af gamalmenni sem læsti sig í bakinu. Fyrir einhvern sem reynir að fylgjast með nýjustu trendum á internetinu, hugsanlega í viðleitni til að sannfæra sjálfan sig og aðra um að hann sé ennþá ungur og töff, var það nokkuð áfall að komast að því að það var til eitthvað sem hét Vine og nógu vinsælt til að skapa hættuástand í Smáralind. Sumum leið vafalaust eins og hellisbúa sem fyrir tilviljun uppgötvar eldinn þegar kviknar í húsinu hans út frá rafmagni.Frá Ástralíu berast okkur fregnir af ört vaxandi samfélagsmiðlasporti sem virðist vera taka janúar með trompi og gæti orðið það næsta sem við fussum yfir. Það felur í sér drykkju, fíflagang og í sumum tilvikum lífshættu, þannig að eflaust gæti þetta orðið ansi vinsælt hér á Íslandi.Neknomination - Þar sem aðili "neknominator" stútar bjór í einum sopa, setur á netið og skorar á einn eða fleiri vini til að gera eins.Þegar mönnum leiðist og þeim langar í bjór þá getur, fræðilega séð, þetta átt sér stað.Hljómar ekkert sérstaklega spennandi og væri það ekki nema fyrir þá staðreynd að sumir þurfa sífellt að toppa aðra og vegna þess er þetta "sport" búið að þróast út í vitleysu. Nú snýst Neknomination ekki lengur bara um að klára bjór í einum teyg heldur að gera það við svo óeðlilegar aðstæður að Jackass gaurarnir líta út fyrir að vera sómapiltar sem hver sem er væri glaður að fá fyrir tengdason. Síðan The Best Neknominate Video's heldur utan um það vinsælasta og nýjasta í Neknomination en sumt af þessu er svo heimskulegt að maður bara veit að það eru kjósendur Framsóknarflokksins þarna úti sem mun finnast þetta snilld. Þetta virkar eins og gömlu keðjubréfin eða hugsanlega bit uppvakninga. Og því miður er það svo að fyrst að við vitum af þessu þá hefur þetta þegar borist hingað. Mótspyrna er gagnslaus. Harmageddon Mest lesið David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon Sannleikurinn: Ráðherrar fá sérþjálfaða öryggisverði Harmageddon Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Harmageddon Er píkan óhrein? Harmageddon Lay Low frumsýnir nýtt myndband Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Ensími Harmageddon
Ný samfélagsmiðlaplága virðist vera að dreifa sér hratt. Eins og aðrar plágur virðist hún ráðast helst á þá sem ólíklegir eru til að þvo sér um hendurnar en hún er þó óneitanlega ferskari en t.d plankið, sem strax í byrjun virtist vera fundið upp af gamalmenni sem læsti sig í bakinu. Fyrir einhvern sem reynir að fylgjast með nýjustu trendum á internetinu, hugsanlega í viðleitni til að sannfæra sjálfan sig og aðra um að hann sé ennþá ungur og töff, var það nokkuð áfall að komast að því að það var til eitthvað sem hét Vine og nógu vinsælt til að skapa hættuástand í Smáralind. Sumum leið vafalaust eins og hellisbúa sem fyrir tilviljun uppgötvar eldinn þegar kviknar í húsinu hans út frá rafmagni.Frá Ástralíu berast okkur fregnir af ört vaxandi samfélagsmiðlasporti sem virðist vera taka janúar með trompi og gæti orðið það næsta sem við fussum yfir. Það felur í sér drykkju, fíflagang og í sumum tilvikum lífshættu, þannig að eflaust gæti þetta orðið ansi vinsælt hér á Íslandi.Neknomination - Þar sem aðili "neknominator" stútar bjór í einum sopa, setur á netið og skorar á einn eða fleiri vini til að gera eins.Þegar mönnum leiðist og þeim langar í bjór þá getur, fræðilega séð, þetta átt sér stað.Hljómar ekkert sérstaklega spennandi og væri það ekki nema fyrir þá staðreynd að sumir þurfa sífellt að toppa aðra og vegna þess er þetta "sport" búið að þróast út í vitleysu. Nú snýst Neknomination ekki lengur bara um að klára bjór í einum teyg heldur að gera það við svo óeðlilegar aðstæður að Jackass gaurarnir líta út fyrir að vera sómapiltar sem hver sem er væri glaður að fá fyrir tengdason. Síðan The Best Neknominate Video's heldur utan um það vinsælasta og nýjasta í Neknomination en sumt af þessu er svo heimskulegt að maður bara veit að það eru kjósendur Framsóknarflokksins þarna úti sem mun finnast þetta snilld. Þetta virkar eins og gömlu keðjubréfin eða hugsanlega bit uppvakninga. Og því miður er það svo að fyrst að við vitum af þessu þá hefur þetta þegar borist hingað. Mótspyrna er gagnslaus.
Harmageddon Mest lesið David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon Sannleikurinn: Ráðherrar fá sérþjálfaða öryggisverði Harmageddon Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Harmageddon Er píkan óhrein? Harmageddon Lay Low frumsýnir nýtt myndband Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Ensími Harmageddon