Um lýðskrumara Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. desember 2013 06:00 Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun