Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra Halla Helgadóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar