Er einkalíf okkar almenningseign? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. september 2013 06:00 Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um Hagstofu Íslands sem liggur fyrir septemberþingi á að safna upplýsingum um öll lán einstaklinga í landinu. Ekki nóg með það, heldur verður líka skoðað í hvaða tilgangi þeir tóku lánin og hvað þeir gerðu við peningana, hvernig sem það á nú að gagnast við hina svokölluðu skuldajöfnun. Eðlilega hefur frumvarpið vakið hörð viðbrögð og ótta um að friðhelgi einkalífsins sé liðin tíð á Íslandi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að með þessari upplýsingasöfnun væri gengið ansi nærri persónufrelsi fólks. Hann telur hættu á að vinnslan misfarist, upplýsingar sem eigi að vera leyndar afhjúpist eða að upplýsingarnar séu einfaldlega rangar og telur rökin fyrir þessari skerðingu á friðhelgi einkalífsins engan veginn nógu sterk. Umræða um friðhelgi einkalífsins er ekki ný af nálinni. Hún blossar upp með reglulegu millibili, oftast vegna þess að fólki blöskrar yfirgangur stjórnvalda þegar kemur að einkalífi þess sjálfs. Undanfarið hefur hún einkum snúist um aðgang stjórnvalda að Facebook-síðum og Gmail-reikningum fólks sem þeim þykir af einhverjum ástæðum grunsamlegt og ber flestum saman um það að með þeim aðgangi hafi mörkin færst í ansi óheillavænlega átt. Hinn almenni borgari á sér varla lengur nokkurt skjól fyrir augum stóra bróður, en það er við ofurefli að etja og engin merki um að þessari þróun verði snúið við. Stjórnvöld eru reyndar ekki ein um það að nýta einkalíf fólks í vafasömum tilgangi. Listamenn hafa stundað það grimmt í gegnum aldirnar og er skemmst að minnast umræðunnar um bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, sem sætt hefur harðri gagnrýni fyrir að nýta viðkvæm einkamál raunverulegs fólks sem efnivið í „skáldsögu“. Sýnist sitt hverjum um siðferðilegt réttmæti slíks en listamenn bera fyrir sig listrænt frelsi og telja sig ekki hafa brotið á nokkrum manni. Einkalíf fólks sé hluti af sammannlegri sögu og því innan marka þess sem leyfilegt sé að nota til að segja „sannleikann“ um samtímann eða fortíðina. Stjórnmálamenn og aðrir þeir sem hrærast í kastljósi fjölmiðla mega búa við það að einkalíf þeirra sé undir stöðugri smásjá á þeim forsendum að almenningur hafi „rétt á að vita“ hvað þeir séu að bauka. Spaugstofusketsar og áramótaskaup ganga út á að gera grín að fræga fólkinu og oftar og oftar er einkalíf þess dregið inn í það grín svo ekki sé nú minnst á þann mat sem slúðurdálkar gera sér úr því. Til skamms tíma virtist nokkuð ljóst hvar mörkin lágu; það var við hæfi að gera grín að stjórnmálamanninum að störfum, einkalíf manneskjunnar var yfirleitt ekki dregið inn í grínið. Þau mörk virðast nú að mestu útmáð, það er skotleyfi á allt sem þekktum manneskjum viðkemur bæði í grínþáttagerð og slúðurdálkum, ekkert er heilagt. Aðgátin í nærveru sálar sem Einar orti um forðum er fyrir bí bæði í einkalífi og opinberum aðgerðum, enda hlýtur þetta afnám friðhelginnar að virka í báðar áttir, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um Hagstofu Íslands sem liggur fyrir septemberþingi á að safna upplýsingum um öll lán einstaklinga í landinu. Ekki nóg með það, heldur verður líka skoðað í hvaða tilgangi þeir tóku lánin og hvað þeir gerðu við peningana, hvernig sem það á nú að gagnast við hina svokölluðu skuldajöfnun. Eðlilega hefur frumvarpið vakið hörð viðbrögð og ótta um að friðhelgi einkalífsins sé liðin tíð á Íslandi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að með þessari upplýsingasöfnun væri gengið ansi nærri persónufrelsi fólks. Hann telur hættu á að vinnslan misfarist, upplýsingar sem eigi að vera leyndar afhjúpist eða að upplýsingarnar séu einfaldlega rangar og telur rökin fyrir þessari skerðingu á friðhelgi einkalífsins engan veginn nógu sterk. Umræða um friðhelgi einkalífsins er ekki ný af nálinni. Hún blossar upp með reglulegu millibili, oftast vegna þess að fólki blöskrar yfirgangur stjórnvalda þegar kemur að einkalífi þess sjálfs. Undanfarið hefur hún einkum snúist um aðgang stjórnvalda að Facebook-síðum og Gmail-reikningum fólks sem þeim þykir af einhverjum ástæðum grunsamlegt og ber flestum saman um það að með þeim aðgangi hafi mörkin færst í ansi óheillavænlega átt. Hinn almenni borgari á sér varla lengur nokkurt skjól fyrir augum stóra bróður, en það er við ofurefli að etja og engin merki um að þessari þróun verði snúið við. Stjórnvöld eru reyndar ekki ein um það að nýta einkalíf fólks í vafasömum tilgangi. Listamenn hafa stundað það grimmt í gegnum aldirnar og er skemmst að minnast umræðunnar um bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, sem sætt hefur harðri gagnrýni fyrir að nýta viðkvæm einkamál raunverulegs fólks sem efnivið í „skáldsögu“. Sýnist sitt hverjum um siðferðilegt réttmæti slíks en listamenn bera fyrir sig listrænt frelsi og telja sig ekki hafa brotið á nokkrum manni. Einkalíf fólks sé hluti af sammannlegri sögu og því innan marka þess sem leyfilegt sé að nota til að segja „sannleikann“ um samtímann eða fortíðina. Stjórnmálamenn og aðrir þeir sem hrærast í kastljósi fjölmiðla mega búa við það að einkalíf þeirra sé undir stöðugri smásjá á þeim forsendum að almenningur hafi „rétt á að vita“ hvað þeir séu að bauka. Spaugstofusketsar og áramótaskaup ganga út á að gera grín að fræga fólkinu og oftar og oftar er einkalíf þess dregið inn í það grín svo ekki sé nú minnst á þann mat sem slúðurdálkar gera sér úr því. Til skamms tíma virtist nokkuð ljóst hvar mörkin lágu; það var við hæfi að gera grín að stjórnmálamanninum að störfum, einkalíf manneskjunnar var yfirleitt ekki dregið inn í grínið. Þau mörk virðast nú að mestu útmáð, það er skotleyfi á allt sem þekktum manneskjum viðkemur bæði í grínþáttagerð og slúðurdálkum, ekkert er heilagt. Aðgátin í nærveru sálar sem Einar orti um forðum er fyrir bí bæði í einkalífi og opinberum aðgerðum, enda hlýtur þetta afnám friðhelginnar að virka í báðar áttir, eða hvað?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun