Norræna kvennadeildin Pawel Bartoszek skrifar 26. júlí 2013 08:51 Í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu voru þrjú lið frá Norðurlöndunum. Í átta liða úrslitum voru þau fjögur. Norrænu ríkin fimm komust öll í úrslitakeppnina. Knattspyrna kvenna á Norðurlöndum er sem sagt á háu plani. Kvennalandslið þessara landa standa sig betur en karlalandsliðin. En jafnvel á Norðurlöndum er enn mikill munur á vinsældum fótbolta eftir því hvort kynið sparkar í hann. Það er sóun ef aðeins helmingur fólks getur vænst þess að öðlast frama fyrir ákveðna færni. En það þarf ekki að vera þannig. Í mörgum íþróttum, til dæmis tennis eða frjálsum íþróttum, standa karlar og konur svipað að vígi þegar kemur að möguleikum á tekjum og frægð. Í fótbolta er það ekki svo. Fljótt á litið virðist sem kynjajöfnuður ríki þar sem mótin eru þau sömu fyrir karla og konur. Það er ekkert Wimbledon kvenna. Ekkert HM kvenna í frjálsum íþróttum. Engir Ólympíuleikar kvenna. En við erum með sérstök HM kvenna í fótbolta og handbolta, sem ég held að séu mistök. Reyndar er öll umgjörð Evrópumótsins í Svíþjóð með miklum ágætum. En áhuginn annars staðar í Evrópu er samt brot af því sem hann er þegar karlar spila. Ég hef ekki orðið var við neinar herferðir á borð við „kíktu í tappann og þú gætir unnið miða til Svíþjóðar“. Aðsóknin á leikina, aðra en þá sem gestgjafarnir spila, er ekkert sérstök. Leikirnir eru ekki sýndir í löndum sem ekki taka þátt. Vel á minnst, færri lönd taka þátt en á EM karla, sem er slæmt. Það þyrfti að fjölga þeim ríkjum sem hefðu ástæðu til að sýna frá keppninni. Ríkisútvarpið gerir sæmilega með því að sýna frá EM á sérstakri íþróttarás. Menn passa sig auðvitað á því að hafa hnífjafnt kynjahlutfall meðal „viðmælenda“ í settinu fyrir leiki, enda fylgist fólk með slíku. En jafnvel RÚV þjónar keppninni ekki með sama hætti og karlamótinu. Á EM karla var sýnt frá öllum leikjum en það var ekki tilfellið nú. Þegar Svíar tóku á móti Finnum, laugardaginn 13. júlí, var íþróttarás RÚV notuð til að sýna teiknimyndina Shrek með ensku tali. Ef ske kynni að íslenska talið á aðalrásinni færi í taugarnar á einhverjum.Átakanlegt virðingarleysi Ég las viðtal við Eddu Garðarsdóttur, íslenska knattspyrnukonu sem spilað hafði með Chelsea. Miðað við hennar frásögn voru konurnar hjá liðinu fyrir neðan 11 ára drengi í virðingarstiganum. Leikmenn kvennaliðs Chelsea máttu til dæmis ekki ræða við leikmenn karlaliðsins að fyrra bragði. Ef karlkyns leikmaður kom í líkamsræktaraðstöðuna þurftu konurnar að yfirgefa hana. Það er bara svoleiðis. Konurnar settar fram á gang því karlinn þarf að pumpa. Eflaust er þetta eins hjá öðrum liðum á Englandi. Og fólk hér á landi sem annars staðar klæðist treyjum þessara félaga eins og ekkert sé. Geymum launamuninn í bili. Sumir eru stundum með hærri laun en aðrir. Það er til dæmis meira en tífaldur launamunur á hæst- og lægstlaunaða leikmanni karlaliðs Chelsea. En ég veit ekki hvort „láglaunavaramennirnir“ hjá Chelsea þurfi að standa upp frá fótapressunni og fara þegar John Terry mætir á svæðið. Ég efast um það. En það virðist sem enn sé víða komið fram við konur í íþróttum eins og fjórða flokks borgara.Markaðslausnir Meirihluti hinna íslensku landsliðskvenna spilar með sænskum eða norskum liðum. Keppni í íslensku kvennadeildinni markast stundum af því að tvö til þrjú lið hafa stungið önnur af. Kannski væri ráð að láta íslensk lið frekar taka þátt í stærri deild með harðari samkeppni. Hvernig væri að búa til eina öfluga norræna kvennadeild í knattspyrnu? Íslendingar gætu þá átt eitt lið í slíkri deild og leikir þess liðs yrðu án efa umtalaðir og vel sóttir. Væri það ekki stuð? Eflaust eru einhver vandkvæði á þessari hugmynd. Ferðakostnaður gæti orðið hár og hugsanlegt er að svissneska fyrirtækið UEFA, sem ræður miklu um evrópsk knattspyrnumál, myndi setja sig upp á móti henni. En knattspyrna kvenna verður ekki vinsæl nema það takist að skapa henni markað. Og þeir sem fótboltanum stjórna virðast hafa á því takmarkaðan áhuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu voru þrjú lið frá Norðurlöndunum. Í átta liða úrslitum voru þau fjögur. Norrænu ríkin fimm komust öll í úrslitakeppnina. Knattspyrna kvenna á Norðurlöndum er sem sagt á háu plani. Kvennalandslið þessara landa standa sig betur en karlalandsliðin. En jafnvel á Norðurlöndum er enn mikill munur á vinsældum fótbolta eftir því hvort kynið sparkar í hann. Það er sóun ef aðeins helmingur fólks getur vænst þess að öðlast frama fyrir ákveðna færni. En það þarf ekki að vera þannig. Í mörgum íþróttum, til dæmis tennis eða frjálsum íþróttum, standa karlar og konur svipað að vígi þegar kemur að möguleikum á tekjum og frægð. Í fótbolta er það ekki svo. Fljótt á litið virðist sem kynjajöfnuður ríki þar sem mótin eru þau sömu fyrir karla og konur. Það er ekkert Wimbledon kvenna. Ekkert HM kvenna í frjálsum íþróttum. Engir Ólympíuleikar kvenna. En við erum með sérstök HM kvenna í fótbolta og handbolta, sem ég held að séu mistök. Reyndar er öll umgjörð Evrópumótsins í Svíþjóð með miklum ágætum. En áhuginn annars staðar í Evrópu er samt brot af því sem hann er þegar karlar spila. Ég hef ekki orðið var við neinar herferðir á borð við „kíktu í tappann og þú gætir unnið miða til Svíþjóðar“. Aðsóknin á leikina, aðra en þá sem gestgjafarnir spila, er ekkert sérstök. Leikirnir eru ekki sýndir í löndum sem ekki taka þátt. Vel á minnst, færri lönd taka þátt en á EM karla, sem er slæmt. Það þyrfti að fjölga þeim ríkjum sem hefðu ástæðu til að sýna frá keppninni. Ríkisútvarpið gerir sæmilega með því að sýna frá EM á sérstakri íþróttarás. Menn passa sig auðvitað á því að hafa hnífjafnt kynjahlutfall meðal „viðmælenda“ í settinu fyrir leiki, enda fylgist fólk með slíku. En jafnvel RÚV þjónar keppninni ekki með sama hætti og karlamótinu. Á EM karla var sýnt frá öllum leikjum en það var ekki tilfellið nú. Þegar Svíar tóku á móti Finnum, laugardaginn 13. júlí, var íþróttarás RÚV notuð til að sýna teiknimyndina Shrek með ensku tali. Ef ske kynni að íslenska talið á aðalrásinni færi í taugarnar á einhverjum.Átakanlegt virðingarleysi Ég las viðtal við Eddu Garðarsdóttur, íslenska knattspyrnukonu sem spilað hafði með Chelsea. Miðað við hennar frásögn voru konurnar hjá liðinu fyrir neðan 11 ára drengi í virðingarstiganum. Leikmenn kvennaliðs Chelsea máttu til dæmis ekki ræða við leikmenn karlaliðsins að fyrra bragði. Ef karlkyns leikmaður kom í líkamsræktaraðstöðuna þurftu konurnar að yfirgefa hana. Það er bara svoleiðis. Konurnar settar fram á gang því karlinn þarf að pumpa. Eflaust er þetta eins hjá öðrum liðum á Englandi. Og fólk hér á landi sem annars staðar klæðist treyjum þessara félaga eins og ekkert sé. Geymum launamuninn í bili. Sumir eru stundum með hærri laun en aðrir. Það er til dæmis meira en tífaldur launamunur á hæst- og lægstlaunaða leikmanni karlaliðs Chelsea. En ég veit ekki hvort „láglaunavaramennirnir“ hjá Chelsea þurfi að standa upp frá fótapressunni og fara þegar John Terry mætir á svæðið. Ég efast um það. En það virðist sem enn sé víða komið fram við konur í íþróttum eins og fjórða flokks borgara.Markaðslausnir Meirihluti hinna íslensku landsliðskvenna spilar með sænskum eða norskum liðum. Keppni í íslensku kvennadeildinni markast stundum af því að tvö til þrjú lið hafa stungið önnur af. Kannski væri ráð að láta íslensk lið frekar taka þátt í stærri deild með harðari samkeppni. Hvernig væri að búa til eina öfluga norræna kvennadeild í knattspyrnu? Íslendingar gætu þá átt eitt lið í slíkri deild og leikir þess liðs yrðu án efa umtalaðir og vel sóttir. Væri það ekki stuð? Eflaust eru einhver vandkvæði á þessari hugmynd. Ferðakostnaður gæti orðið hár og hugsanlegt er að svissneska fyrirtækið UEFA, sem ræður miklu um evrópsk knattspyrnumál, myndi setja sig upp á móti henni. En knattspyrna kvenna verður ekki vinsæl nema það takist að skapa henni markað. Og þeir sem fótboltanum stjórna virðast hafa á því takmarkaðan áhuga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun