Skoðun

Farið bara í sturtu

Sighvatur Björgvinsson skrifar
Fyrir fáum árum var frá því sagt í heimsfréttunum að Zuma, forseti Suður-Afríku, hefði sagt við þjóð sína: „Hafið ekki áhyggjur af HIV-veirunni. Farið bara í sturtu strax á eftir og þvoið ykkur vel. Þá verður allt „i orden“.“ Og heimurinn hló. Ekki að Zuma heldur að þjóðinni, sem léti ljúga slíku að sér.

Sigmundur Davíð heitir maður uppi á Íslandi. Hann segir þjóðinni að hægt sé að létta af fólki skuldum, sem nema 240 milljörðum króna – nærri tvöföldum tekjum ríkisins af virðisaukaskatti – án þess að nokkur þurfi að borga. Og þjóðin trúir! Flokkur Zuma mælist stærstur í Suður Afríku.

Flokkur Sigmundar Davíðs mælist stærstur á Íslandi.

Og heimurinn hlær.

Fyrir nokkrum árum var frá því sagt, að eftir tíu ára nám í íslenska grunnskólakerfinu gæti fjórðungur drengja og tíunda hver stúlka ekki lesið sér til skilnings. Eitthvað skárra en í Afríku – en ekki mikið. Ekki mjög mikið!




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×