Leitin að tilgangi Jón Ormur Halldórsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa.Framboð Mistök þeirra sem spáðu hnignun allra trúarbragða hafa kannski falist í því að líta meira á framboð en eftirspurn. Á framboðshliðinni sáu menn trúarbrögð sem virtust byggja á mikilli vanþekkingu á eðli og rökum tilverunnar. Kenningar þeirra stönguðust illa á við vaxandi þekkingu manna á heiminum. Enda hefur fólk um allan heim yfirleitt litið á öll trúarbrögð önnur en sín eigin sem furðuheima og greinilegan tilbúning runninn af ótta og óskhyggju lítt upplýstra manna.Eftirspurn Líti menn hins vegar á eftirspurnarhliðina kemur fleira í ljós. Þá skýrist hvers vegna trúarbrögðin endurnýja sig í sífellu, breytast oft stórlega á milli kynslóða og klofna í ólíkustu fylkingar. Þarfir manna fyrir trúarbrögð eru flóknari og djúpstæðari en svo að nýjar upplýsingar um eðli alheimsins eyði þörfum fyrir trú. Menn vilja vita hverjir þeir eru og hvers vegna þeir eru til. Vísindin geta svarað fyrri spurningunni en aðeins fyrir mannkynið í heild, ekki fyrir hvern einstakling fyrir sig. Og þau geta alls ekki svarað þeirri seinni. Hugtakið tilgangur er mannleg smíð og ekki augljóslega lýsing á náttúrunni. Það hefur einfaldlega enga merkingu utan mannshugans. En flestir þrá einhvern tilgang og leita hans í trú.Áhrifin Sú þörf hefur mikil áhrif á pólitík og alþjóðamál, síst þó í Evrópu þar sem mjög stór hluti þjóða og sums staðar jafnvel meirihluti fólks telur sig án trúar. Í Bandaríkjunum gefur trú manna skýrari vísbendingar um afstöðu til stjórnmála en flest annað. Í Rússlandi reyna stjórnvöld að helga sig með tengingum við kirkjuna. Enginn getur skilið upp né niður í stjórnmálum íslamskra samfélaga allt frá Atlantshafi í vestri til Kyrrahafs í austri án þess að líta til trúmála. Í Afríku hafa þau vaxandi þýðingu. Kristin trú og íslam sækja fram á þeim svæðum heimsins sem eru í mestri pólitískri deiglu, Asíu og Afríku. Heimsvæðingin setur svo allt í návígi við alla.Eftirspurnin nú Eitt af megineinkennum samtímans er aukin einstaklingshyggja samhliða minnkandi virðingu fyrir kennivaldi. Afleiðingarnar eru daglega í fréttum ef vel er að gáð. Á sumum svæðum jarðar, sérstaklega þeim svæðum sem fóru verst út úr útlendri áþján á síðustu stigum nýlendutímans, er hins vegar um leið til staðar sterk og útbreidd þörf fyrir skilyrðislausa samstöðu samfélaga um einfaldan sannleika. Þörfin er þá ekki aðeins fyrir samsömun við æðri veruleika en þann sem menn finna í kringum sig heldur um leið harða andstöðu við spillingaráhrif alls hins útlenda samhliða dýrkun á ímyndaðri trúarlegri fortíð. Afleiðingar þess konar þarfa eru stundum uppistaðan í alþjóðlegum fréttum fjölmiðla.Vöxtur kristni Vöxtur kristinna kirkna er mestur á meðal fólks í nýjum millistéttum í Suður-Ameríku, Afríku og Austur-Asíu. Nýlegar kirkjur sækja mest fram og sums staðar á kostnað kaþólsku kirkjunnar, sérstaklega í Brazilíu, stærsta landi kaþólskunnar. Trúin snýst þarna yfirleitt um bókstaflegan skilning á biblíunni og að búa til persónulegt samband við Jesú. Þessu fylgja siðir sem eru líklegir til veraldlegs ábata, vinnusemi, sparsemi og reglubundið líf. Þetta rímar vel við vaxandi einstaklingshyggju í nýríkum samfélögum Austur Asíu og Suður Ameríku. Kaþólska kirkjan á hins vegar víðast um heiminn í miklum vandræðum vegna minnkandi virðingar fyrir kennivaldi og feðraveldi.Vöxtur íslam Um leið hafa nútímalegar útgáfur af íslam náð mikilli útbreiðslu á meðal nýrra millistétta í mörgum ríkjum múslíma í Asíu, ekki síst Indónesíu og Malasíu en einnig vestar í álfunni og raunar einnig í Afríku. Þarna er áherslan, líkt og hjá nýju kristnu kirkjunum, á persónulegt samband við guðdóminn, vinnusemi, heiðarleika, hófsemi og reglubundið líf. Íslömsk trú breiddist raunar út um Asíu á sínum tíma með kaupmönnum sem höfðu svipuð gildi í forgrunni. Í Mið-Austurlöndum má líka finna mikla útbreiðslu álíka trúarhugmynda þótt eðli málsins samkvæmt sé slíkt síður fréttnæmt en hin ofsafengnu og pólitísku afbrigði trúarinnar. Þarna eins og annars staðar má finna vaxandi andúð á kennivaldi gæslumanna sannleikans og á feðraveldinu í öllum sínum myndum. Þarna er barist um trúna, oft í bókstaflegum skilningi. Tíminn stendur ekki með kennimönnum feðraveldisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun
Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa.Framboð Mistök þeirra sem spáðu hnignun allra trúarbragða hafa kannski falist í því að líta meira á framboð en eftirspurn. Á framboðshliðinni sáu menn trúarbrögð sem virtust byggja á mikilli vanþekkingu á eðli og rökum tilverunnar. Kenningar þeirra stönguðust illa á við vaxandi þekkingu manna á heiminum. Enda hefur fólk um allan heim yfirleitt litið á öll trúarbrögð önnur en sín eigin sem furðuheima og greinilegan tilbúning runninn af ótta og óskhyggju lítt upplýstra manna.Eftirspurn Líti menn hins vegar á eftirspurnarhliðina kemur fleira í ljós. Þá skýrist hvers vegna trúarbrögðin endurnýja sig í sífellu, breytast oft stórlega á milli kynslóða og klofna í ólíkustu fylkingar. Þarfir manna fyrir trúarbrögð eru flóknari og djúpstæðari en svo að nýjar upplýsingar um eðli alheimsins eyði þörfum fyrir trú. Menn vilja vita hverjir þeir eru og hvers vegna þeir eru til. Vísindin geta svarað fyrri spurningunni en aðeins fyrir mannkynið í heild, ekki fyrir hvern einstakling fyrir sig. Og þau geta alls ekki svarað þeirri seinni. Hugtakið tilgangur er mannleg smíð og ekki augljóslega lýsing á náttúrunni. Það hefur einfaldlega enga merkingu utan mannshugans. En flestir þrá einhvern tilgang og leita hans í trú.Áhrifin Sú þörf hefur mikil áhrif á pólitík og alþjóðamál, síst þó í Evrópu þar sem mjög stór hluti þjóða og sums staðar jafnvel meirihluti fólks telur sig án trúar. Í Bandaríkjunum gefur trú manna skýrari vísbendingar um afstöðu til stjórnmála en flest annað. Í Rússlandi reyna stjórnvöld að helga sig með tengingum við kirkjuna. Enginn getur skilið upp né niður í stjórnmálum íslamskra samfélaga allt frá Atlantshafi í vestri til Kyrrahafs í austri án þess að líta til trúmála. Í Afríku hafa þau vaxandi þýðingu. Kristin trú og íslam sækja fram á þeim svæðum heimsins sem eru í mestri pólitískri deiglu, Asíu og Afríku. Heimsvæðingin setur svo allt í návígi við alla.Eftirspurnin nú Eitt af megineinkennum samtímans er aukin einstaklingshyggja samhliða minnkandi virðingu fyrir kennivaldi. Afleiðingarnar eru daglega í fréttum ef vel er að gáð. Á sumum svæðum jarðar, sérstaklega þeim svæðum sem fóru verst út úr útlendri áþján á síðustu stigum nýlendutímans, er hins vegar um leið til staðar sterk og útbreidd þörf fyrir skilyrðislausa samstöðu samfélaga um einfaldan sannleika. Þörfin er þá ekki aðeins fyrir samsömun við æðri veruleika en þann sem menn finna í kringum sig heldur um leið harða andstöðu við spillingaráhrif alls hins útlenda samhliða dýrkun á ímyndaðri trúarlegri fortíð. Afleiðingar þess konar þarfa eru stundum uppistaðan í alþjóðlegum fréttum fjölmiðla.Vöxtur kristni Vöxtur kristinna kirkna er mestur á meðal fólks í nýjum millistéttum í Suður-Ameríku, Afríku og Austur-Asíu. Nýlegar kirkjur sækja mest fram og sums staðar á kostnað kaþólsku kirkjunnar, sérstaklega í Brazilíu, stærsta landi kaþólskunnar. Trúin snýst þarna yfirleitt um bókstaflegan skilning á biblíunni og að búa til persónulegt samband við Jesú. Þessu fylgja siðir sem eru líklegir til veraldlegs ábata, vinnusemi, sparsemi og reglubundið líf. Þetta rímar vel við vaxandi einstaklingshyggju í nýríkum samfélögum Austur Asíu og Suður Ameríku. Kaþólska kirkjan á hins vegar víðast um heiminn í miklum vandræðum vegna minnkandi virðingar fyrir kennivaldi og feðraveldi.Vöxtur íslam Um leið hafa nútímalegar útgáfur af íslam náð mikilli útbreiðslu á meðal nýrra millistétta í mörgum ríkjum múslíma í Asíu, ekki síst Indónesíu og Malasíu en einnig vestar í álfunni og raunar einnig í Afríku. Þarna er áherslan, líkt og hjá nýju kristnu kirkjunum, á persónulegt samband við guðdóminn, vinnusemi, heiðarleika, hófsemi og reglubundið líf. Íslömsk trú breiddist raunar út um Asíu á sínum tíma með kaupmönnum sem höfðu svipuð gildi í forgrunni. Í Mið-Austurlöndum má líka finna mikla útbreiðslu álíka trúarhugmynda þótt eðli málsins samkvæmt sé slíkt síður fréttnæmt en hin ofsafengnu og pólitísku afbrigði trúarinnar. Þarna eins og annars staðar má finna vaxandi andúð á kennivaldi gæslumanna sannleikans og á feðraveldinu í öllum sínum myndum. Þarna er barist um trúna, oft í bókstaflegum skilningi. Tíminn stendur ekki með kennimönnum feðraveldisins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun