Stuðningsgrein: Guðbjartur sú gerð stjórnmálamanns sem þjóðin þarfnast Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun