PlayStation 4 kemur út á Íslandi 29. janúar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 16:07 Ólafur Jóelsson hjá Senu segir Sony alltaf hafa sýnt Íslandi mikinn stuðning. Sony Computer Entertainment Europe Ltd. (SCEE) hefur staðfest að leikjatölvan PlaySation 4 komi út á Íslandi 29. janúar 2014. Tölvan kom út 15. nóvember í Bandaríkjunum og mun koma út þann 29. nóvember í völdum löndum í Evrópu, Ástralíu og Suður-Ameríku.Salan fór vel af stað í Bandaríkjunum en þar seldust yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn eins og Vísir greindi frá.SCEE spenntir fyrir útgáfu á Íslandi Ólafur Jóelsson hjá Senu sagði í samtali við Vísi að ástæða þess að tölvan kemur seinna út á Íslandi en annars staðar í Evrópu er sú að Sony þurfi að forgangsraða eftir framleiðslugetu á vélinni. „Þeir tóku þá ákvörðun að gera þetta almennilega á hverjum stað frekar en að senda nokkur stykki til landsins í einu. Þannig að í stað þess að tíu fengju tölvur og þúsund eru brjálaðir þá koma þær allar í einu til að anna eftirspurn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að tölvan komi til að mynda ekki út fyrr en í febrúar í Japan, þar sem tölvan er þó framleidd. „Þetta eru því engin merki um að Sony sé að snúa við okkur bakinu, þeir hafa alltaf sýnt Íslandi mikinn stuðning,“ segir Ólafur. Ólafur segir að um mitt næsta ár komi íslensk útgáfa af PlayStation Network á markaðinn. Haft er eftir Steve Foster, sölu og markaðsstjóra SCEE í tilkynningu frá Senu sem segir: „Við erum mjög spennt yfir því að gefa út PS4 á Íslandi og þar með koma til móts við þær miklu væntingar sem tölvuleikjaspilarar hafa, en margir þeirra hafa beðið þolinmóðir eftir staðfestingu á þessum útgáfudegi. Ísland er mjög mikilvægt fyrir okkur og því til staðfestingar gefum við út PS4 tölvuna þar snemma á næsta ári, okkur til mikillar ánægju.“Fjöldi leikja í framleiðslu Í tilkynningu frá Senu segir að fjöldi mismunandi aukahluta koma út fyrir PlayStation 4, en þar á meðal eru þráðlaus fjarstýring og hleðslutæki. Á sama tíma og vélin kemur út, kemur út fjöldi leikja, en þeirra á meðal er Killzone: Shadow Fall, nýjasti leikurinn í hinni vinsælu Killzone seríu sem framleidd er af Guerilla Games, KNACK frá Mark Cerny, einhverjum hugmyndaríkasta leikjahönnuði allra tíma, en KNACK er skemmtilegur og aðgengilegur ævintýraleikur sem gerist í einstökum og heillandi heimi. Auk þessara er SCE Worldwide Studios með meira en 30 titla í framleiðslu og eru 12 af þeim byggðir á glænýjum hugmyndum, en meðal leikja sem eru í framleiðslu eru InFamous: Second Son, The Order: 1886, Siren, Hell Divers, Shadow of the Beast, og Everybody's Gone to The Rapture. Af þessum 30 leikjum sem eru í framleiðslu, koma 20 út á fyrsta ári tölvunnar. Af öðrum leikjum fyrir PS4 má nefna Destiny frá Bungie, Inc., einnig koma frá Activision, Call of Duty: Ghosts, og Skylanders Swap Force, Diablo III frá Blizzard Entertainment, Inc., KINGDOM HEARTS III og FINAL FANTASY XV frá SQUARE ENIX, Assassin's Creed IV Black Flag og Watch_Dogs frá Ubisoft Entertainment, NBA 2K14 frá 2K Sports, The Elder Scrolls Online frá Bethesda Games Studios og LEGO Marvel Super Heroes, Mad Max frá Warner Bros. Interactive Entertainment og Minecraft frá Mojang, samtals meira en 110 titlar. Leikjavísir Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Sony Computer Entertainment Europe Ltd. (SCEE) hefur staðfest að leikjatölvan PlaySation 4 komi út á Íslandi 29. janúar 2014. Tölvan kom út 15. nóvember í Bandaríkjunum og mun koma út þann 29. nóvember í völdum löndum í Evrópu, Ástralíu og Suður-Ameríku.Salan fór vel af stað í Bandaríkjunum en þar seldust yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn eins og Vísir greindi frá.SCEE spenntir fyrir útgáfu á Íslandi Ólafur Jóelsson hjá Senu sagði í samtali við Vísi að ástæða þess að tölvan kemur seinna út á Íslandi en annars staðar í Evrópu er sú að Sony þurfi að forgangsraða eftir framleiðslugetu á vélinni. „Þeir tóku þá ákvörðun að gera þetta almennilega á hverjum stað frekar en að senda nokkur stykki til landsins í einu. Þannig að í stað þess að tíu fengju tölvur og þúsund eru brjálaðir þá koma þær allar í einu til að anna eftirspurn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að tölvan komi til að mynda ekki út fyrr en í febrúar í Japan, þar sem tölvan er þó framleidd. „Þetta eru því engin merki um að Sony sé að snúa við okkur bakinu, þeir hafa alltaf sýnt Íslandi mikinn stuðning,“ segir Ólafur. Ólafur segir að um mitt næsta ár komi íslensk útgáfa af PlayStation Network á markaðinn. Haft er eftir Steve Foster, sölu og markaðsstjóra SCEE í tilkynningu frá Senu sem segir: „Við erum mjög spennt yfir því að gefa út PS4 á Íslandi og þar með koma til móts við þær miklu væntingar sem tölvuleikjaspilarar hafa, en margir þeirra hafa beðið þolinmóðir eftir staðfestingu á þessum útgáfudegi. Ísland er mjög mikilvægt fyrir okkur og því til staðfestingar gefum við út PS4 tölvuna þar snemma á næsta ári, okkur til mikillar ánægju.“Fjöldi leikja í framleiðslu Í tilkynningu frá Senu segir að fjöldi mismunandi aukahluta koma út fyrir PlayStation 4, en þar á meðal eru þráðlaus fjarstýring og hleðslutæki. Á sama tíma og vélin kemur út, kemur út fjöldi leikja, en þeirra á meðal er Killzone: Shadow Fall, nýjasti leikurinn í hinni vinsælu Killzone seríu sem framleidd er af Guerilla Games, KNACK frá Mark Cerny, einhverjum hugmyndaríkasta leikjahönnuði allra tíma, en KNACK er skemmtilegur og aðgengilegur ævintýraleikur sem gerist í einstökum og heillandi heimi. Auk þessara er SCE Worldwide Studios með meira en 30 titla í framleiðslu og eru 12 af þeim byggðir á glænýjum hugmyndum, en meðal leikja sem eru í framleiðslu eru InFamous: Second Son, The Order: 1886, Siren, Hell Divers, Shadow of the Beast, og Everybody's Gone to The Rapture. Af þessum 30 leikjum sem eru í framleiðslu, koma 20 út á fyrsta ári tölvunnar. Af öðrum leikjum fyrir PS4 má nefna Destiny frá Bungie, Inc., einnig koma frá Activision, Call of Duty: Ghosts, og Skylanders Swap Force, Diablo III frá Blizzard Entertainment, Inc., KINGDOM HEARTS III og FINAL FANTASY XV frá SQUARE ENIX, Assassin's Creed IV Black Flag og Watch_Dogs frá Ubisoft Entertainment, NBA 2K14 frá 2K Sports, The Elder Scrolls Online frá Bethesda Games Studios og LEGO Marvel Super Heroes, Mad Max frá Warner Bros. Interactive Entertainment og Minecraft frá Mojang, samtals meira en 110 titlar.
Leikjavísir Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira