Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Frosti Logason skrifar 26. nóvember 2013 11:42 Bill Burr lék nýverið í kvikmynd með Al Pacino og Christopher Walken. Mynd/Koury Angelo Bandaríski uppistandarinn Bill Burr spjallaði við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Þar ræddi grínistinn um það sem hann hafði heyrt af Íslandi og virtist hann vera mjög hrifinn. Hafði hann heyrt að landnemar hér höfðu upprunalega víxlað nöfnunum á Grænlandi og Íslandi til þess að halda óæskilegum boðflennum fjarri. Það þótti honum sniðugt. Þá hafði hann heyrt að landið lyktaði allt af brennisteini og loks að Íslendingar hefðu boðið bankamönnum byrginn, sem hann fagnaði mjög. Þáttastjórnandi hafði einmitt heyrt Bill fagna frétt frá Víetnam, þar sem ákveðnir bankamenn fengu dauðadóm fyrir fjársvik, og spurði hann því hvort það væri raunverulega hans afstaða gagnvart bankamönnum? „Já algjörlega, í sumum löndum er fólk tekið af lífi fyrir að drepa eina manneskju. Ég skil því ekki hvers vegna bankamenn, sem við skulum segja, setja 80 þúsund manns á hausinn... jafnvel fólk sem er á síðari hluta síns æviskeiðs... mér finnst að slíkir menn ættu að minnsta kosti að fá lífstíðardóm í fangelsi“, sagði Bill augljóslega í léttum dúr en þó með einhverri alvöru. Bill Burr kemur fram í Silfurbergi í Hörpu 15. desember. Hann er eitt stærsta nafnið í uppistandsbransanum vestanhafs og hefur nýverið tekið að sér hlutverk í bæði kvikmyndum og sjónvarpi. Hann lék hlutverki í hinni vinsælu Breaking Bad þáttaröð og í nýlegri mynd Söndru Bullock, The Heat. Aðrar myndir á ferilskrá hans eru Date Night og Stand Up Guys. Hinn 45 ára Burr kemur frá Massachusetts. Hann kemur fram á rúmlega 150 uppistandssýningum á hverju ári og hefur einnig farið með gamanmál meðal annars í spjallþáttum Davids Letterman og Conans O´Brien. Hér fyrir neðan má sjá brot af gömlu uppistandi frá Bill Burr. Harmageddon Mest lesið Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Sannleikurinn: Viltu vinna miða á landsleikinn Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon John Grant leikur lagið It´s Easier í betri stofu Harmageddon Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon
Bandaríski uppistandarinn Bill Burr spjallaði við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Þar ræddi grínistinn um það sem hann hafði heyrt af Íslandi og virtist hann vera mjög hrifinn. Hafði hann heyrt að landnemar hér höfðu upprunalega víxlað nöfnunum á Grænlandi og Íslandi til þess að halda óæskilegum boðflennum fjarri. Það þótti honum sniðugt. Þá hafði hann heyrt að landið lyktaði allt af brennisteini og loks að Íslendingar hefðu boðið bankamönnum byrginn, sem hann fagnaði mjög. Þáttastjórnandi hafði einmitt heyrt Bill fagna frétt frá Víetnam, þar sem ákveðnir bankamenn fengu dauðadóm fyrir fjársvik, og spurði hann því hvort það væri raunverulega hans afstaða gagnvart bankamönnum? „Já algjörlega, í sumum löndum er fólk tekið af lífi fyrir að drepa eina manneskju. Ég skil því ekki hvers vegna bankamenn, sem við skulum segja, setja 80 þúsund manns á hausinn... jafnvel fólk sem er á síðari hluta síns æviskeiðs... mér finnst að slíkir menn ættu að minnsta kosti að fá lífstíðardóm í fangelsi“, sagði Bill augljóslega í léttum dúr en þó með einhverri alvöru. Bill Burr kemur fram í Silfurbergi í Hörpu 15. desember. Hann er eitt stærsta nafnið í uppistandsbransanum vestanhafs og hefur nýverið tekið að sér hlutverk í bæði kvikmyndum og sjónvarpi. Hann lék hlutverki í hinni vinsælu Breaking Bad þáttaröð og í nýlegri mynd Söndru Bullock, The Heat. Aðrar myndir á ferilskrá hans eru Date Night og Stand Up Guys. Hinn 45 ára Burr kemur frá Massachusetts. Hann kemur fram á rúmlega 150 uppistandssýningum á hverju ári og hefur einnig farið með gamanmál meðal annars í spjallþáttum Davids Letterman og Conans O´Brien. Hér fyrir neðan má sjá brot af gömlu uppistandi frá Bill Burr.
Harmageddon Mest lesið Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Sannleikurinn: Viltu vinna miða á landsleikinn Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon John Grant leikur lagið It´s Easier í betri stofu Harmageddon Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon