Þrjár framsóknarkonur orðaðar við nýjan ráðherrastól Karen Kjartansdóttir skrifar 1. september 2013 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira