Tvö ár frá voðaverkunum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2013 12:03 Anders Behring Breivik situr í fangelsi. Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira