Reið ung kona Una Hildardóttir skrifar 17. apríl 2013 14:20 Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun