Rannsókn á Stím að ljúka Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2013 13:03 Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni.
Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira